Glæsileg hönnunarperla í 101 Reykjavík

Ásett verð er 79,9 milljónir.
Ásett verð er 79,9 milljónir. Samsett mynd

Við Sólvallagötu í Reykjavík er að finna fallega íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1944. Íbúðin var áður í eigu HAF-hjónanna, Karitasar Sveinsdóttur og Hafsteins Júlíussonar, sem gerðu hana upp og hönnuðu á glæsilegan máta árið 2018. 

Íbúðin telur 101 fm og er afar björt og stílhrein. Stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými, en fallegir frontar frá HAF Studio prýða eldhúsinnréttinguna ásamt borðplötu úr Cerrara-marmara.

Formfagrir Sóley-stólar fanga augað í borðstofunni, en þeir voru hannaðir af Valdimari Harðarsyni arkitekt árið 1983. Stóllinn hefur verið seldur út um allan heim, en fyrir hönnunina hlaut Valdimar margar viðurkenningar og verðlaun. 

Eldhúsinnréttingin er úr IKEA en er með frontum frá HAF …
Eldhúsinnréttingin er úr IKEA en er með frontum frá HAF Studio.
Í borðstofunni má finna hönnunarstóla eftir Valdimar Harðarson arkitekt frá …
Í borðstofunni má finna hönnunarstóla eftir Valdimar Harðarson arkitekt frá árinu 1983.

Draumaparket með skandinavískum blæ

Frá borðstofu er gengið inn í stofu um sjarmerandi tvöfalda hurð sem býr til skemmtilegan karakter í rýminu. Á gólfum er hvítolíuborið furuparket sem tónar fallega við innréttingar og húsmuni íbúðarinnar. 

Stofan er björt með fallegum húsmunum ásamt sjarmerandi listaverkum á …
Stofan er björt með fallegum húsmunum ásamt sjarmerandi listaverkum á veggjum.

Íbúðin státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Skemmtilegar Terrazo-flísar búa til ferskan og líflegan blæ á baðherberginu til móts við stílhreina innréttingu og fallegan handklæðaofn. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Sólvallagata 74

Terrazzo-flísarnar eru í senn stílhreinar og líflegar, en þær gefa …
Terrazzo-flísarnar eru í senn stílhreinar og líflegar, en þær gefa baðherberginu ferskan blæ.
Á baðherberginu má sjá sömu fronta og í eldhúsinu frá …
Á baðherberginu má sjá sömu fronta og í eldhúsinu frá HAF Studio.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda