Hús Áslaugar og Reynis komið aftur á sölu

Sunnuvegur 5 í Reykjavík er glæsilegt hús.
Sunnuvegur 5 í Reykjavík er glæsilegt hús.

Glæsilegt einbýlishús við Sunnuveg 5 í Reykjavík var auglýst til sölu um miðjan október. Tilboð bárust í húsið og kaupsamningur var undirritaður, en nú er húsið komið aftur á sölu. 

Eigendur hússins eru Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður og einn af eigendum LOGOS lögmannsstofu og Reynir Berg Þorvalsson plötuútgefandi og eigandi Reykjavík Record Shop. 

Ein­býl­is­húsið er í fúnk­is-stíl og hannað af Kjart­ani Sveins­syni. Það er 386 fm og var byggt 1969 og á tveimur hæðum. 

Húsið er áhuga­vert fyr­ir marg­ar sak­ir. Það er bæði skemmti­lega inn­réttað en í kring­um húsið er líka skjól­sæll og fal­leg­ur garður. 

Af fasteignavef mbl.is: Sunnuvegur 5

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál