Glæsilegt einbýlishús við Sunnuveg 5 í Reykjavík var auglýst til sölu um miðjan október. Tilboð bárust í húsið og kaupsamningur var undirritaður, en nú er húsið komið aftur á sölu.
Eigendur hússins eru Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður og einn af eigendum LOGOS lögmannsstofu og Reynir Berg Þorvalsson plötuútgefandi og eigandi Reykjavík Record Shop.
Einbýlishúsið er í fúnkis-stíl og hannað af Kjartani Sveinssyni. Það er 386 fm og var byggt 1969 og á tveimur hæðum.
Húsið er áhugavert fyrir margar sakir. Það er bæði skemmtilega innréttað en í kringum húsið er líka skjólsæll og fallegur garður.