Keyptu Gullakur á 350 milljónir

Húsið við Gullakur er 347 fm að stærð og sérlega …
Húsið við Gullakur er 347 fm að stærð og sérlega smart.

Við Gullakur í Garðabæ stendur ofursmart og svalt 347 fm einbýli sem byggt var 2008. Húsið var ekki auglýst til sölu en hefur nú skipt um eigendur.

Gottskálk Gizurarson hjartalæknir og Anný Rós Guðmundsdóttir öldrunarlæknir festu kaup á húsinu 13. október og greiddu fyrir það 350.000.000 kr. Fermetraverðið er meira en gengur og gerist eða yfir milljón sem þykir hátt í dag. Í bakgarðinum er útivistarsvæði og fjölsóttir göngustígar. 

Gottskálk og Anný Rós keyptu húsið af Sigfúsi Bjarna Sigfússyni og Unni Pálsdóttur. 

Húsið var teiknað af Ingu Sigurjónsdóttur arkitekt. 

Hér sést óbeisluð náttúran í bakgarði hússins.
Hér sést óbeisluð náttúran í bakgarði hússins.

Hjónin seldu einbýlishús sitt á dögunum en fjallað var um húsið þegar það fór á sölu. 

Smartland óskar þeim til hamingju með höllina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda