Björg selur eina dýrustu íbúð miðbæjarins

Við Bryggjugötu 6 er að finna glæsilega 202 fm íbúð …
Við Bryggjugötu 6 er að finna glæsilega 202 fm íbúð sem státar af miklu útsýni yfir höfnina. Ljósmynd/Samsett

Björg Bergsveinsdóttir, fjárfestir og eiginkona Eggerts Dagbjartssonar viðskiptamanns, hefur sett 202 fm íbúð sína við Bryggjugötu á sölu. Björg er búsett í Bandaríkjunum ásamt Eggerti, sem hefur verið reglulega í fréttum hérlendis vegna fjárfestina. Hann er til dæmis einn af þeim sem kom að byggingu á Edition hótelinu sem er við Hörpu. 

Björg festi kaup á íbúðinni við Bryggjugötu í 9. mars 2022 en nú er íbúðin komin á sölu. Íbúðin er einstaklega vönduð og smart með gluggum á þremur hliðum. Ekkert var til sparað þegar íbúðin var innréttuð en þar er að finna hnotuinnréttingar frá ítalska handverkshúsinu Gili Creations. Í eldhúsinu er kvartssteinn á borðplötum og falleg eyja sem aðskilur eldhús frá stofu. 

Ítalskar innréttingar úr hnotu prýða eldhúsið.
Ítalskar innréttingar úr hnotu prýða eldhúsið. Ljósmynd/Miklaborg
Bryggjugata 6 er við hliðina á Editon hótelinu.
Bryggjugata 6 er við hliðina á Editon hótelinu. Ljósmynd/Miklaborg

Fjallað hefur verið um fasteignakaup hjónanna á Smartlandi nokkrum sinnum. Árið 2016 kom fram að hjónin byggju í afar glæsilegu húsi sem gert hafði verið upp af arkitektastofunni Atelier sem er í eigu Björns Skaftasonar. 

Björg á einnig íbúðir við Vatnsstíg 16-18. Þar á meðal 312 fm íbúð á efstu hæð sem þykir víst með þeim flottari á landinu en hún festi kaup á íbúðinni 2013. 

Af fasteignavef mbl.is: Bryggjugata 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál