Anton Þórarins selur hálfklárað glæsihús við Haukanes

Húsið er staðsteypt tvílyft einbýlishús og er burðarvirkið staðsteypt með …
Húsið er staðsteypt tvílyft einbýlishús og er burðarvirkið staðsteypt með járnbentri steinsteypu. Ljósmynd/Remax

Anton Þórarinsson athafnamaður hefur sett glæsihús sitt við Haukanes í Arnarnesi í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 620 fm einbýli á tveimur hæðum. Húsið stendur á 1467 fm eignarlóð sem er alveg við sjóinn og er með óskertu sjávarútsýni. 

Húsið er hannað af Kristni Ragnarssyni hjá KRark og er húsið ennþá í byggingu.

„Efri hæðin skiptist í: Bílskúr, tvö stór svefnherbergi, baðherbergi, hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi, sjónvarpshol, eldhús, stofu, borðstofu og stórri skrifstofu.
Af neðri hæðinni er útgengt út í lóðina og fjöruna. Skv. seljanda er heimilt að setja bátaskýli á lóðina. Neðri hæðin skiptis í: tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, stóra geymslu, skrifstofuherbergi, stórt opið afþreyingarrými, tæknirými auk herbergja sem hugsuð voru sem kvikmyndaherbergi og leikherbergi,“ segir um húsið á fasteignavef mbl.is. 

Húsið er staðsteypt tvílyft einbýlishús og er burðarvirkið staðsteypt með járnbentri steinsteypu. Útveggir eru einangraðir að utan með steinull og klæddir með stuðlabergs álklæðningu frá Idex. 

Af fasteignavef mbl.is: Haukanes 24

Ljósmynd/Remax
Ljósmynd/Remax
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda