257 milljóna útsýnisperla við Elliðavatn

Húsið stendur á fallegum útsýnisstað í Kópavogi.
Húsið stendur á fallegum útsýnisstað í Kópavogi. Samsett mynd

Við Vatnsendablett í Kópavogi er að finna 342 fm glæsihús á tveimur hæðum sem reist var árið 2021. Frá húsinu er fallegt útsýni yfir Elliðavatn sem setur án efa punktinn yfir i-ið. 

Húsið hefur verið innréttað á sjarmerandi máta, en aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar gefa eigninni mikinn glæsibrag. Á efri hæð er bjart eldhús, en þar má sjá fallega innréttingu með góðu vinnu- og skápaplássi. 

Eldhúsið er rúmgott og bjart með stílhreinni innréttingu.
Eldhúsið er rúmgott og bjart með stílhreinni innréttingu.
Í eldhúsinu er gott skápa- og vinnupláss!
Í eldhúsinu er gott skápa- og vinnupláss!

Verönd með útsýni og steyptum heitum potti

Frá eldhúsi er gengið inn í rúmgott opið rými með stofu og borðstofu. Þar er lofthæðin um þrír metrar og gólfsíðir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn og veita glæsilegt útsýni. Frá stofu er útgengt á afar sjarmerandi verönd með veglegum steyptum heitum potti og glerhandriði svo útsýnið fær að njóta sín til fulls. 

Eignin státar af fimm svefnherbergjum og þremur baðherbergjum, þar af er rúmgott hjónaherbergi með góðu skápaplássi og sér baðherbergi. Í herberginu eru gólfsíðir gluggar og þaðan er útgengt á veröndina.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Vatnsendablettur 722

Rýmið er bjart með stórum gluggum sem veita glæsilegt útsýni.
Rýmið er bjart með stórum gluggum sem veita glæsilegt útsýni.
Veröndin er sérlega sjarmerandi!
Veröndin er sérlega sjarmerandi!
Útsýnið frá heita pottinum er ekki af verri endanum.
Útsýnið frá heita pottinum er ekki af verri endanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál