Lúxushús í Fossvogi selt á 269 milljónir

Húsið við Haðaland er einstaklega glæsilegt og fallega hannað.
Húsið við Haðaland er einstaklega glæsilegt og fallega hannað. Samsett mynd

Einbýlishúsin í Fossvogi eru eftirsótt en á dögunum var húsið við Haðaland 1 selt. Um er að ræða 226 fm einbýli sem reist var 1968. Húsið var í eigu Ölmu Aspar Arnórsdóttur og Snorra Freys Fairwe­ather. Þau festu kaup á húsinu 2021 og gerðu það upp á einstakan hátt. 

Eld­húsið er eins og á fimm stjörnu hót­eli með mar­mar­klæddri eyju og marm­ara­klæðningu á vegg fyr­ir ofan vaskinn. Inn­rétt­ing­arn­ar í eld­hús­inu eru úr bæsaðri eik. Loft­gluggi er fyr­ir ofan elda­vél­ina í eyj­unni og vaskinn og því er svo­lítið eins og himn­arn­ir hafi opn­ast ef vel viðrar í Foss­vog­in­um. 

Í eld­hús­inu er bekk­ur með fal­leg­um pull­um og lítið hring­borð sem get­ur skapað nota­lega kaffi­húsa­stemn­ingu. 

Nú hefur húsið verið selt. Nýir eigendur eru Edda Valdimarsdóttir Blumenstein og Leifur Hreggviðsson. Þau greiddu 269 milljónir fyrir húsið. 

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál