Við Dimmuhvarf í Kópavogi er að finna tignarlegt 396 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2007. Arkitekt hússins er Guðmundur Gunnlaugsson og Hanna Stína innanhúsarkitekt sá um hönnunina að innan.
Stórir gólfsíðir gluggar prýða efri hæð hússins þar sem eldhús, borðstofa og eldhúskrókur eru samliggjandi í björtu og rúmgóðu alrými. Afar falleg sérsmíðuð innrétting úr hnotu prýðir eldhúsið, en þar er gott vinnu- og skápapláss og stór eldhúseyja.
Á hæðinni er einnig glæsileg stofa með mikilli lofthæð og glæsilegu útsýni í norður og austur. Þar er einnig sjarmerandi arinn og útgengt á svalir. Frá borðstofu er svo útgengt á flotta 150 fm timburverönd með heitum potti sem snýr í austur og suður. Úr eldhúskrók og borðstofu er einnig útgengt á svalir í suður og vestur.
Tvö svefnherbergi og baðherbergi með sturtu og frístandandi baði eru einnig á efri hæðinni. Þar af er hjónasvíta með sér baðherbergi, svölum og baðherbergi. Alls eru sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu öllu.