Atli Már og Katla selja íbúð með frumskógarþema

Atli Már Steinarsson hefur sett íbúðina á sölu.
Atli Már Steinarsson hefur sett íbúðina á sölu. Ljósmynd/Ragnar Visage

Útvarps­stjarn­an Atli Már Stein­ars­son og sam­býl­is­kona hans, Katla Ómars­dótt­ir, hafa sett íbúð sína við Barmahlíð á sölu. Íbúðin er 91 fm að stærð, með tveimur svefnherbergjum og er ásett verð 64,9 milljónir.

Þau Atli Már og Katla hafa komið sér vel fyrir íbúðinni sem er á besta stað í Hlíðunum. Parið greindi nýlega frá því að það ætti von á barni. Ekki er óalgengt að fólk stækkar við sig þegar fjölskyldan stækkar.  

Atli Már og Katla eru þekkt fyrir að vera skemmtileg og hafa að sjálfsögðu málað íbúðina á skemmtilegan máta. Græni liturinn er áberandi á veggjum íbúðarinnar. Búið er að mála veggina í eldhúsinu græna sem og veggi baðherbergisins. Liturinn kemur einstaklega vel út með plöntunum. Frumskógarþemað heldur áfram inni í stofu með grænu plöntuveggfóðri. 

Af fasteignavef mbl.is: Barmahlíð 23

Veggfóðrið í stofunni er skemmtilegt.
Veggfóðrið í stofunni er skemmtilegt. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Hansahillurnar koma vel út.
Hansahillurnar koma vel út. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda