Glæsihúsið við Sunnuveg aftur komið á sölu

283 fm glæsihús sem var áður í eigu Eddu Hermannsdóttur …
283 fm glæsihús sem var áður í eigu Eddu Hermannsdóttur og Ríkharðs Daðasonar er aftur komið á sölu. Samsett mynd

Við Sunnuveg í Laugardalnum er til sölu 283 fm glæsihús. Húsið var fyrst til umfjöllunar á Smartlandi í desember 2022 þegar Edda Hermannsdóttir samskiptastjóri Íslandsbanka og Ríkharður Daðason fjárfestir settu það á sölu. 

Húsið var reist árið 1971 og er á tveimur hæðum, en alls eru þar fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Húsið er vel skipulagt og afar stílhreint bæði að innan og utan með stórum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn.

Síðastliðið sumar var greint frá því á Smartlandi að RD 11 ehf., félag í eigu Ríkharðs, hafi fest kaup á húsinu í apríl 2023 og greitt 270 milljónir fyrir það. 

Festu kaup á 500 fm Bakkavararhöll

Hjónin Edda og Ríkharður festu kaup á glæsihúsi við Bakkavör á Seltjarnarnesi í maí 2023, en húsið sem um ræðir telur 500 fm og var byggt árið 1990 og teiknað af Kjartani Sveinssyni. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Sunnuvegur 33

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda