Snorri selur piparsveinaíbúð í 101 Reykjavík

Snorri Másson og sambýliskona hans Nadine Guðrún Yaghi.
Snorri Másson og sambýliskona hans Nadine Guðrún Yaghi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson hefur sett íbúð sína við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Eignin telur 53 fm og er á þriðju hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1970. 

Árið 2023 var sannarlega viðburðarríkt í lífi Snorra, en hann eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Má, með sambýliskonu sinni Nadine Guðrúnu Yag­hi. Í september setti hann svo á laggirnar nýjan fjölmiðil, Ritstjóra.

Gólfsíðir gluggar sem heilla

Eldhús og stofa eru samliggjandi í opnu alrými. Í stofunni er stór gólfsíður gluggi sem gefur rýminu án efa mikinn sjarma ásamt því að hleypa góðri birtu inn. Á milli stofu og eldhússins hefur borðstofuborði verið komið fyrir sem brýtur rýmið upp.

Eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í íbúðinni, en í svefnherberginu má einnig sjá gólfsíðan glugga sem gerir mikið fyrir rýmið. Frá herberginu er útgengt á svalir til suðurs. Ásett verð er 49,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Aðalstræti 9

Stór gluggi prýðir stofuna og hleypir mikilli birtu inn.
Stór gluggi prýðir stofuna og hleypir mikilli birtu inn. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Frá svefnherberginu er útgengt á suðursvalir.
Frá svefnherberginu er útgengt á suðursvalir. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda