Sjáðu hvernig Andrea breytti 70's höllinni í Garðabæ

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA hefur í gegnum tíðina gert upp …
Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA hefur í gegnum tíðina gert upp fjölmargar fasteignir.

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA og eiginmaður hennar Jón Þór Eyþórsson hafa sett einbýlishús sitt við Tjarnarflöt í Garðabæ á sölu. Húsið telur 195 fm og var reist árið 1967. Ásett verð er 179 milljónir.

Smartland greindi frá því í apríl 2022 að Andrea og Jón hefðu fest kaup á eigninni, en þau borguðu 109 milljónir fyrir húsið sem var þá nánast upprunalegt. Hjónin hafa gert húsið upp á fallegan máta, en um leið og þau gáfu því nútímalegra yfirbragð þá héldu þau í suma af upprunalegu eiginleikum hússins sem gefa eigninni mikinn sjarma. 

Upprunalegir eiginleikar gefa eigninni sjarma

Eins og sjá má á myndinni hefur húsið ekki aðeins hlotið endurbætur að innan heldur einnig að utan. Aðkoman að húsinu er afar snyrtileg og flottum sólpalli hefur verið komið fyrir við húsið með heitum potti og notalegri aðstöðu. Þá hefur 15 fm garðhúsi og 6 fm vinnuskúr verið komið fyrir á lóðinni sem eru ekki inn í fermetratölu hússins. 

Á efri myndinni má sjá hvernig húsið leit út árið …
Á efri myndinni má sjá hvernig húsið leit út árið 2022 þegar hjónin keyptu það. Eins og sést hafa heilmiklar endurbætur átt sér stað og flottum sólpalli verið komið fyrir við húsið. Samsett mynd

Hjónin héldu í upprunalega eldhúsinnréttingu, en eins og fram hefur komið var húsið byggt á sjöunda áratugnum og er innréttingin í anda þess tíma. Grænar flísar á milli efri og neðri skápa fengu þó að fjúka ásamt hluta af efri skápum og var loftið málað hvítt. 

Í eldhúsinu voru grænar flísar og viður í lofti.
Í eldhúsinu voru grænar flísar og viður í lofti. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Nú hefur loftið verið málað hvítt og flísarnar fjarlægðar. Þá …
Nú hefur loftið verið málað hvítt og flísarnar fjarlægðar. Þá hefur nýjum tækjum einnig verið komið fyrir í innréttingunni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Stofan er gott dæmi um það hvað málning getur gert mikið fyrir rými. Eins og sést hefur loftið verið málað í hvítum lit og veggirnir í ljósgráum lit, en það eitt og sér gjörbreytir rýminu. Þá fá gluggarnir að njóta sín til fulls og hleypa nóg af birtu inn. 

Hér má sjá stofuna í sinni upprunalegu mynd.
Hér má sjá stofuna í sinni upprunalegu mynd. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hér má sjá gott dæmi um það hvernig málning getur …
Hér má sjá gott dæmi um það hvernig málning getur gjörbreytt rými. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Fallegur arinn sem gleður augað

Í stofunni má einnig sjá fallegan arinn sem hefur verið málaður í dökkgráum lit sem tónar fallega við litapallettu rýmisins. Hjónin héldu þó í upprunalegu flísarnar í arninum sem gefa honum án efa mikinn sjarma og karakter. 

Hér má sjá hvernig arininn leit út þegar hjónin keyptu …
Hér má sjá hvernig arininn leit út þegar hjónin keyptu húsið. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Um leið og arininn fékk yfirhalningu var haldið í flísarnar …
Um leið og arininn fékk yfirhalningu var haldið í flísarnar sem gefa honum mikinn sjarma. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Eignin státar af fimm svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Aðalbaðherbergi hússins hefur hlotið allsherjar yfirhalningu, en áður voru ljósbleikar flísar og gardínur í rýminu. 

Nú hefur stílhreinni innréttingu með vaski og fínu skápaplássi verið komið fyrir undir glugganum og sturtu þar við hliðina á. Skemmtilegar dökkar flísar prýða nú gólf og veggi rýmisins og skapa þar notalega stemningu. 

Til að byrja með var ljósbleikur í aðalhlutverki á baðherberginu.
Til að byrja með var ljósbleikur í aðalhlutverki á baðherberginu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Eins og sést er stemningin allt önnur í rýminu í …
Eins og sést er stemningin allt önnur í rýminu í dag. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Sjá á fasteignavef mbl.is: Tjarnarflöt 9

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda