Þetta eru 6 verstu sparnaðarráðin

Stundum þarf að horfa í krónurnar.
Stundum þarf að horfa í krónurnar. mbl.is/Golli

Margir eru að draga saman seglin eftir jólin og leita leiða til þess að fá sem mest fyrir peninginn. Þá er gott að hafa í huga að það skiptir máli hvernig maður sparar. Sum sparnaðarráð eru dýrkeypt.

1. Að kaupa alltaf það sem er ódýrast

Það getur verið kostnaðarsamt til langs tíma að láta verðið ráða för og kaupa alltaf það sem er ódýrast hverju sinni. Oft er verðið lægra því gæðin eru minni. Slíkir hlutir geta því auðveldlega bilað eða eyðilagst. Þetta getur átt við um stærri og minni hluti, flíkur eða ísskápa. Kostnaðurinn til langs tíma við að henda, kaupa nýtt eða gera við, getur orðið mun meiri en upphaflega var gert ráð fyrir.

2. Að nýta alla afsláttarmiða

Það að vilja nýta alla afsláttarmiða gæti orðið til þess að maður kaupir hluti sem maður þarf ekki. Maður er því í raun að eyða óþarfa peningum og enginn sparnaður í því fólginn.

3. Að sleppa tryggingum

Það getur verið freistandi að sleppa tryggingum eins og til dæmis forfallatryggingum á flugmiðum. Hins vegar er það dýrt spaug að vera ekki tryggður þegar á þarf að halda. Slys eða neyðartilvik geta átt sér stað og þá vill maður geta fengið það bætt.

4. Að gera magninnkaup

Það er hagkvæmt að kaupa í ákveðnu miklu magni en bara ef maður sér fram á að nota allt áður en vörurnar eyðileggjast eða renna út á tíma. Annars er maður bara að henda peningum í ruslið.

5. Að gera allt sjálfur

Það er stundum betra að ráða fagmann í verk innanhúss. Það er kannski ódýrara að ætla að gera allt sjálfur en ef eitthvað fer úrskeiðis þá er það enn kostnaðarsamara að láta gera við. Þekktu þína styrkleika!

6. Að fresta viðhaldi

Það að fresta viðhaldi heimafyrir getur leitt til kostnaðarsamari útgjalda seinna meir. Að halda við húsi jafnt og þétt kemur í veg fyrir dýrari framkvæmdir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda