Birgir og Líney keyptu 233 milljóna glæsihús

Birgir Örn Birgisson og Líney Pálsdóttir hafa fest kaup á …
Birgir Örn Birgisson og Líney Pálsdóttir hafa fest kaup á glæsihúsi í Garðabæ. Ljósmynd/Karl Petersson

Birgir Örn Birgisson, fyrrverandi forstjóri Domino's á Íslandi og stjórnarformaður Leitar Capital Partners, hefur fest kaup á 233 milljóna einbýli í Garðabæ ásamt kærustu sinni, Líney Pálsdóttur viðskiptafræðingi. Húsið, sem stendur við Rjúpnahæð 13, er 248 fm að stærð og var byggt 2016. 

Húsið er glæsilegt í alla staði, á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Það er klætt með áli með innbrenndum lit. Í húsinu eru gólfsíðir gluggar á efri hæðinni sem hentar vel þar sem fallegt útsýni er úr húsinu. 

Birgir og Líney keyptu húsið af lögmönnunum Orra Sigurðssyni og Sögu Ýrr Jónsdóttur sem hafa búið í húsinu síðan 2016. Húsið við Rjúpnahæð var aldrei auglýst til sölu. 

Smartland óskar Birgi og Líney til hamingju með húsið! 

Svona leit húsið út þegar það var sett á sölu …
Svona leit húsið út þegar það var sett á sölu 2016.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda