Viðskiptakonan Sigrún Ragna Ólafsdóttir hefur sett einstaklega smekklegt og smart einbýlishús við Miðhús í Reykjavík á sölu. Húsið er í eigu hennar og eiginmanns hennar, Eiríks Jónssonar.
Um er að ræða 206 fm einbýlishús sem byggt var 1989. Það var teiknað af Sigurði Halldórssyni hjá Glámu Kím arkitektastofunni. Húsið er úr sjónsteypu sem gerir það eftirsóknarvert og sérstakt um leið. Allir gluggar í húsinu eru úr oregon pine og er gegnheilt zink á þaki. Garðurinn í kringum húsið er vel skipulagður en hann var hannaður af Pétri Jónssyni landslagsarkitekt.
Húsið var endurnýjað mikið að innan 2011 og er þar að finna sérsmíðaðar innréttingar úr vönduðum efnivið. Lúmex sá um lýsingarhönnun.
Stofan er búin falleum húsgögnum. Fyrir ofan stofuborðið eru þrjú ljós eftir Tom Dixon.
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Heimili Sigrúnar Rögnu og Eiríks er innréttað með vönduðum og góðum húsgögnum, listaverkum, ljósum og lömpum.
Af fasteignavef mbl.is: Miðhús 33
Secto-ljósið úr Módern fer vel við innréttingarnar og borðdstofuhúsgögnin.
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Fyrir ofan borðstofuborðið er hátt til lofts sem gerir rýmið ennþá bjartara og skemmtilegra.
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hönnunin á arni hússins er látlaus en falleg á sama tíma.
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hægt er að horfa niður í borðstofuna af efri hæðinni. Hringlaga listaverkið á veggnum á efri hæðinni er eftir Línu Rut.
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Vaskurinn er staðsettur fyrir framan gluggann og hönnunin vel útfærð.
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Sjónsteypan gerir húsið eftirsóknarvert.
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Á þessari ljósmynd sést þakglugginn vel en hann gerir borðstofuna sérlega bjarta og heillandi.
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is