Sparaði með að hætta að nota kort

Cassie Cooper notar ekki lengur kort eða síma til að …
Cassie Cooper notar ekki lengur kort eða síma til að borga fyrir hluti. Skjáskot/Instagram

Cassie Cooper náði tökum á fjármálunum með því að hætta alfarið að nota kortið sitt. Hún notar reiðufé þegar hún þarf að kaupa mat og aðrar nauðsynjar.

Sérfræðingar segja að það að borga með reiðufé gerir mann meðvitaðri um innkaupin og það verður auðveldara að fylgjast með eyðslunni.

„Þetta er ein besta leiðin til þess að spara,“ segir Cooper í viðtali við The Sun. 

„Ég hef bara ákveðna upphæð til að eyða. Ef ég væri með kort þá væri ég mun sveigjanlegri með upphæðina og myndi leyfa mér meira,“ segir Cooper en þessi breyting varð til þess að hún hætti að spreða í óþarfa nammi eða vín eins og hún var vön.

„Ég forðast núna tveir fyrir einn tilboð í matvörubúðum og kaupi ekki óþarfa hluti eins og súkkulaði til að eiga í bílnum á leiðinni heim. Ég hef heldur ekki keypt neitt á netinu þar sem þá þyrfti ég að nota kortið mitt.“

„Þó að fólk myndi bara gera þetta eina viku í mánuði þá myndi það samt skila sér í sparnaði þegar litið er á árið í heild sinni.“

„Maður var orðinn svo vanur að smella kortinu á posann að þetta var ekki lengur eins og alvöru peningar. Maður fór í búðina og keypti alltaf aðeins meira en maður ætlaði sér.“

„Nú er freistingin minni. Ég geng í vinnuna þannig að ég þarf ekki að eyða miklum peningum í bensín. Ég set bara smá á tankinn frekar en að fylla hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda