Ágúst Birgisson lýtalæknir hefur fest kaup á einbýlishúsi við Láland í Reykjavík. Húsið er 210,5fm að stærð og var byggt 1978. Fjallað var um húsið þegar það fór á sölu síðasta sumar en það var að mestu í upprunalegu ástandi. Það er hraunað að utan með flötu þaki. Húsið stendur á skjólsömum stað í veðursældinni sem ríkir í Fossvoginum í Reykjavík. Hann greiddi 167.500.000 kr. fyrir húsið.
Ágúst bjó áður í Arnarnesinu en eftir að hann opnaði læknastofur við Efstaleiti í Reykjavík þá lá beinast við að reyna að flytjast nær vinnustaðnum.
Smartland óskar Ágústi til hamingju með húsið!