Katla og Haukur selja ævintýralegt heimili

Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelssonhafa sett heimili sitt í …
Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelssonhafa sett heimili sitt í Hafnarfirði á sölu. Samsett mynd

Katla Hreiðarsdóttir, hönnuður og eigandi Systur&Makar, og eiginmaður hennar Haukur Unnar Þorkelsson hafa sett ævintýralegt heimili sitt við Mjósund í Hafnarfirði á sölu. 

Eignin sem um ræðir er sérhæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1952, en hún telur alls 171 fm og er á tveimur hæðum. Þegar hjónin festu kaup á eigninni réðust þau í miklar framkvæmdir og voru dugleg að leyfa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með ferlinu. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist vel til að gera eignina að sinni. 

Þegar gengið er inn í íbúðina blasir við rúmgóð forstofa sem hefur verið innréttuð á skemmtilegan máta. Svartar og hvítar flísar á gólfi búa til karakter í rýminu á meðan blái liturinn á veggjum og í lofti skapar róandi yfirbragð. 

Þegar gengið er inn í íbúðina tekur skemmtilega innréttuð forstofa …
Þegar gengið er inn í íbúðina tekur skemmtilega innréttuð forstofa á móti manni. Ljósmynd/Af ljósmyndavef mbl.is
Hjónin hafa innréttað eignina á sjarmerandi máta.
Hjónin hafa innréttað eignina á sjarmerandi máta. Ljósmynd/Af ljósmyndavef mbl.is

Nýtt í bland við gamalt

Eldhús, borðstofa og stofa eru samliggjandi í björtu og rúmgóðu alrými sem er með útgengi á skjólgóðar svalir. Í rýminu má sjá nýtt í bland við gamalt sem skapar skemmtilega stemningu, en í eldhúsinu má til að mynda sjá upprunalega eldhúsinnréttingu sem hjónin hafa gefið nýtt líf á meðan stofan er með heldur nútímalegra yfirbragði. 

Afar falleg tekk innrétting grípur augað á rúmgóðu og björtu baðherbergi sem staðsett er á neðri hæð eignarinnar. Ljósir litir og stílhreinar flísar eru í rýminu og fær innréttingin því að njóta sín til fulls, en á baðherberginu má einnig finna fallegt baðkar með sturtuaðstöðu. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Mjósund 16

Upprunaleg eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og býr til skemmtilegan karakter í …
Upprunaleg eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og býr til skemmtilegan karakter í rýminu. Ljósmynd/Af ljósmyndavef mbl.is
Á baðherberginu má sjá fallega tekk innréttingu sem setur svip …
Á baðherberginu má sjá fallega tekk innréttingu sem setur svip sinn á rýmið. Ljósmynd/Af ljósmyndavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda