Reykjanes Investment keypti 220 milljóna glæsihús

Einbýlishús við Markarflöt 9 var selt á 220.000.000 kr. þann …
Einbýlishús við Markarflöt 9 var selt á 220.000.000 kr. þann 7. desember 2023.

Glæsilegt einbýlishús við Markarflöt 9 í Garðabæ var auglýst til sölu á síðasta ári. Um er að ræða 251 fm hús sem reist var 1969. Húsið er teiknað af Kjart­ani Sveins­syni og hef­ur verið mikið end­ur­nýjað. 

Það er á tveim­ur hæðum en á þeirri efri má finna eld­hús með hvítri sprautulakkaðri inn­rétt­ingu og nátt­úru­steini. Eld­húsið er opið inn í borðstofu en í eld­hús­inu sjálfu er að finna sér­lega smart hring­laga borð úr græn­um marm­ara. Húsið prýða stór­ir glugg­ar sem hleypa mik­illi birtu inn. Í kring­um húsið er stór og gró­inn garður.

Húsið var í eigu Aðalsteins Jónssonar Þorsteinssonar, fram­kvæmda­stjóra vinnu­stofu Kjar­vals, og Ásu Maríu Þór­halls­dótt­ur, verk­efnda­stjóri KLAK. Nú hefur húsið verið selt á 220.000.000 kr. Nýr eigandi er félagið Reykjanes Investment ehf. Félagið er í eigu Kjartans Páls Guðmundssonar, Viktoríu Hrundar Kjartansdóttur, Magnúsar Guðmundssonar og Sigurgeirs Rúnars Jóhannssonar. Hver og einn á 25% hlut í félaginu. 

Kaupin fóru fram 7. desember 2023 og var húsið afhent 1. febrúar. 

Hvítar sprautulakkaðar innréttingar eru í eldhúsinu.
Hvítar sprautulakkaðar innréttingar eru í eldhúsinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál