Glæsilegt einbýlishús við Markarflöt 9 í Garðabæ var auglýst til sölu á síðasta ári. Um er að ræða 251 fm hús sem reist var 1969. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og hefur verið mikið endurnýjað.
Það er á tveimur hæðum en á þeirri efri má finna eldhús með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og náttúrusteini. Eldhúsið er opið inn í borðstofu en í eldhúsinu sjálfu er að finna sérlega smart hringlaga borð úr grænum marmara. Húsið prýða stórir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn. Í kringum húsið er stór og gróinn garður.
Húsið var í eigu Aðalsteins Jónssonar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra vinnustofu Kjarvals, og Ásu Maríu Þórhallsdóttur, verkefndastjóri KLAK. Nú hefur húsið verið selt á 220.000.000 kr. Nýr eigandi er félagið Reykjanes Investment ehf. Félagið er í eigu Kjartans Páls Guðmundssonar, Viktoríu Hrundar Kjartansdóttur, Magnúsar Guðmundssonar og Sigurgeirs Rúnars Jóhannssonar. Hver og einn á 25% hlut í félaginu.
Kaupin fóru fram 7. desember 2023 og var húsið afhent 1. febrúar.