Árni Hauks keypti 233 milljóna lúxusíbúð

Árni Hauksson, fjárfestir og piparsveinn, hefur fest kaup á vandaðri …
Árni Hauksson, fjárfestir og piparsveinn, hefur fest kaup á vandaðri íbúð í 101 Reykjavík. Samsett mynd

Fjárfestirinn og einn heitasti piparsveinn Íslands, Árni Hauksson, festi kaup á glæsiíbúð við Geirsgötu 16. janúar á þessu ári. Íbúðin er sérlega glæsileg og vönduð og stór eða 177,5 fm að stærð. 

Íbúðirnar við Austurhöfn eru vinsælar hjá hinum efnameiri en helstu auðjöfrar eiga íbúðir í nærliggjandi húsum. 

Íbúðin er vel búin sérsmíðuðum innréttingum úr amerískri hnotu sem kemur frá ítalska handverkshúsinu Gili Creations. Innréttingarnar eru að finna í eldhúsi, á baðherbergjum og fataskápum. Kvarts borðplötur eru við eldhúsvask og marmaraflísar prýða eyjuna. Íbúðin er á fjórðu hæð og opnast lyfta beint inn í íbúðina. 

Fjallað var um sambærilega íbúð í Heimilislífi á Smartlandi 2020. 

Árni og Inga Lind Karlsdóttir, eigandi Skot Productions, fóru í sitthvora áttina síðasta haust og eru nú lögskilin. Hjónin bjuggu saman í glæsihúsi við Mávanes en það er nú alfarið í eigu Ingu Lindar. 

Árni greiddi 233.000.000 kr. fyrir íbúðina og er fluttur inn. Árni stendur í ýmsum fjárfestingum þessa dagana. Á dögunum festi hann kaup á smart sumarhúsi og setti einbýlishús sitt á Akureyri á sölu. Það er því ekki hægt að segja annað en það sé líf og fjör í heimabankanum. 

Smartland óskar Árna til hamingju með nýja heimilið! 

Þessi mynd var birt í fasteignaauglýsingu þegar íbúðin var auglýst …
Þessi mynd var birt í fasteignaauglýsingu þegar íbúðin var auglýst til sölu.
Húsin við Hafnartorg hafa gjörbreytt götumyndinni við Reykjavíkurhöfn.
Húsin við Hafnartorg hafa gjörbreytt götumyndinni við Reykjavíkurhöfn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda