Inga Lind seldi höllina á 850 milljónir

Inga Lind Karlsdóttir seldi húsið á 850 milljónir.
Inga Lind Karlsdóttir seldi húsið á 850 milljónir. mbl.is/Árni Sæberg

Inga Lind Karlsdóttir eigandi Skot Productions, seldi einbýlishús sitt við Mávanes 17 í Garðabænum á dögunum. Samkvæmt kaupsamningi seldi hún húsið á 850.000.000 kr. Það gerir húsið að einu dýrasta einbýlishúsi sem selt hefur verið hérlendis. Kaupin fóru fram 5. mars og verður það afhent í september. 

Kaupendur eru Hannes Hilmarsson einn af stærstu eigendum Atlanta flugfélagsins og eiginkona hans, Guðrún Þráinsdóttir. 

Húsið var byggt 2012 og er 759 fm að stærð. Það var arkitektastofan Gláma kím sem hannaði húsið á sínum og þykir hönnunin einstök. Húsið stendur sunnanmegin á Arnarnesinu og er alveg við sjóinn. Risastórir gluggar færa íslenska náttúru beint inn í stofu og er sjónmengun engin. 

Húsið við Mávanes var ekki auglýst til sölu og sá fasteignasalan Eignarmiðlun um kaupin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda