Snoturt einbýli við Sunnuflöt selt á 215 milljónir

Einbýlishúsið við Sunnuflöt 37 er afar glæsilegt.
Einbýlishúsið við Sunnuflöt 37 er afar glæsilegt. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Húsin á Flötunum í Garðabæ eru eftirsótt. Á dögunum var einbýlishús við Sunnuflöt 37 auglýst til sölu og var verðmiðinn á þessu 278 fm einbýlishúsi 225.000.000 kr. Nú hefur húsið verið selt á 215.000.000 kr. eða 10 milljónum undir ásettu verði. 

Húsið var byggt 1965 og hefur verið endurnýjað mikið á síðustu árum. 

Eld­hús og stofa renna sam­an í eitt og er veg­leg inn­rétt­ing í eld­hús­inu sem er úr spón­lagðri eik. Hnausþykk­ur marmari prýðir eyj­una í eld­hús­inu og eru hill­ur í eld­hús­inu fyr­ir glugg­un­um sem eru ekki mjög eld­hús­leg­ar. Þær skapa hins­veg­ar fal­lega dýpt og gera það að verk­um að yf­ir­bragðið er öðru­vísi. 

Stofan og eldhúsið renna saman í eitt á smekklegan hátt. …
Stofan og eldhúsið renna saman í eitt á smekklegan hátt. Takið eftir hillunum sem eru hálfpartinn fyrir gluggunum. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Marmari og viður spila stórt hlutverk í eldhúsinu.
Marmari og viður spila stórt hlutverk í eldhúsinu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Húsið var í eigu Magnúsar Scheving Thorsteinssonar og Þóreyjar Eddu Heiðarsdóttur en hefur nú verið selt. Nýir eigendur eru Sverrir Ingi Ármannsson og Edda Lára Lúðvíksdóttir sem eru bæði viðskiptafræðingar. Þau bjuggu áður í snotru raðhúsi á sömu slóðum í Garðabæ. 
Smartland óskar þeim til hamingju með nýja húsið! 
Drápuhliðargrjót og panilklæddir veggir eru mikil prýði.
Drápuhliðargrjót og panilklæddir veggir eru mikil prýði. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál