Einfaldar páskaskreytingar sem standast tímans tönn

Hugmyndir að fallegu páskaskrauti sem fegrar heimilið!
Hugmyndir að fallegu páskaskrauti sem fegrar heimilið! Samsett mynd

Það þarf alls ekki að vera flókið að töfra fram skemmtilega páskastemningu á heimilinu, en lykillinn að því er að notast við muni og skraut þar sem fagurfræði og notagildi mætast. Með því að notast við skreytingar úr náttúrunni og para saman réttu litatónana getur þú fundið þinn páskastíl og verið viss um að hann muni standast tímans tönn.

Fyrsta skrefið er að finna liti sem passa inn á heimilið og fjölskyldan tengir við páskana. Það er klassískt að nota gula, appelsínugula, fjólubláa og bleika tóna í tengslum við páskana. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að setja falleg blóm, strá eða greinar í vasa, en einnig með því að bæta inn á heimilið kertastjökum, skálum, vösum eða kertum í fallegum litum.

Skrautleg egg eru að margra mati hið fullkomna páskaskraut. Þau er hægt að fá í hinum ýmsu litum og mynstrum með allskyns áferð, en það er auðvelt að nota þau til að skreyta heimilið og meira að segja lítið mál að föndra eggin sjálf. Skelltu nokkrum skrauteggjum á páskagreinarnar til að setja punktið yfir i-ið eða raðaðu þeim ofan í fallega skál eða á fat og notaðu sem borðskraut. Hangandi egg er svo vel hægt að nota sem skraut á jólatréð næsta vetur!

Páskagreinar sem gleðja augað! Hér má sjá fallegar greinar með …
Páskagreinar sem gleðja augað! Hér má sjá fallegar greinar með bleikum blómum sem fást hjá 4 árstíðum. Skjáskot/Instagram
Undurfögur hangandi egg úr postulíni sem fanga augað! Fást hjá …
Undurfögur hangandi egg úr postulíni sem fanga augað! Fást hjá Söstrene Grene og kosta 288 kr. Ljósmynd/Sostrenegrene.is
Einföld leið til að bæta smá litagleði inn á heimilið! …
Einföld leið til að bæta smá litagleði inn á heimilið! Þessir kertastjakar fást í Fakó, en þeir koma í nokkrum stærðum og litum og kosta frá 1.195 til 1.685 kr. Ljósmynd/Fako.is
Páskalegar skálar sem hægt er að nota sem kertastjaka, undir …
Páskalegar skálar sem hægt er að nota sem kertastjaka, undir lítil súkkulaðiegg eða til að bera fram meðlæti á páskaborðið. Skálarnar fást hjá Bast og koma í þremur stærðum og kosta frá 2.295 til 5.295 kr. Ljósmynd/Bast.is
Fögur egg úr pappa í notalegum jarðlitum. Eggin fást hjá …
Fögur egg úr pappa í notalegum jarðlitum. Eggin fást hjá Purkhúsi, en þau koma þrjú saman í pakka sem kostar 1.490 kr Ljósmynd/Purkhus.is
Fallegur bakki sem hægt er að raða skrautlegum eggjum í …
Fallegur bakki sem hægt er að raða skrautlegum eggjum í eða bera páskamatinn fram á. Bakkinn er frá Marrakech og er handgerður, en hann fæst hjá Ramba Store og kostar 5.990 kr. Ljósmynd/Rambastore.is
Skemmtileg áferð og litafegurð einkennir þennan glervasa frá House Doctor, …
Skemmtileg áferð og litafegurð einkennir þennan glervasa frá House Doctor, en hann er tilvalinn undir páskablómin eða greinarnar. Vasinn fæst hjá Fakó og kostar 6.600 kr. Ljósmynd/Fako.is
Kerti frá náttúrunni! Þessi kerti eru úr bývaxkertalínu OVO og …
Kerti frá náttúrunni! Þessi kerti eru úr bývaxkertalínu OVO og skapa afar notalega stemningu, en þau fást hjá Mikado og kosta 7.990 kr. Ljósmynd/Mikado.store
Það þarf oft ekki meira en að setja fallegan páskablómvönd …
Það þarf oft ekki meira en að setja fallegan páskablómvönd í flottan vasa til að skapa réttu stemninguna, en hér má sjá dæmi um fallega litasamsetningu í blómvendi frá 4 árstíðum. Skjáskot/Instagram
Fat með skemmtilegu mynstri og appelsínugulum tónum sem smellpassa á …
Fat með skemmtilegu mynstri og appelsínugulum tónum sem smellpassa á páskaborðið. Fæst hjá Fakó og kostar 15.900 kr. Ljósmynd/Fako.is
Mínimalískt og fallegt! Þessi egg eru fullkomin fyrir þau sem …
Mínimalískt og fallegt! Þessi egg eru fullkomin fyrir þau sem vilja látlausar páskaskreytingar, en þau eru gerð úr pappamassa og hafa því fallega áferð. Eggin fást hjá Dimm og kosta 1.290 kr. Ljósmynd/Dimm.is
Fallegar servíettur geta auðveldlega sett punktinn yfir i-ið. Þessar fást …
Fallegar servíettur geta auðveldlega sett punktinn yfir i-ið. Þessar fást í Fakó kosta 965 kr. Ljósmynd/Fako.is
Þurrkaður blómvöndur í páskalegum litum fæst hjá Módern og kostar …
Þurrkaður blómvöndur í páskalegum litum fæst hjá Módern og kostar 2.490 kr. Ljósmynd/Modern.is
Látlaus og falleg egg úr gleri sem eru bæði flott …
Látlaus og falleg egg úr gleri sem eru bæði flott hangandi eða sem borðskraut. Þau koma í nokkrum litum og fást hjá Söstrene Grene og kosta 198 kr. Ljósmynd/Sostrenegrene.is
Gleðilegar kvarnir í gulum lit fást hjá Fakó og kosta …
Gleðilegar kvarnir í gulum lit fást hjá Fakó og kosta 6.400 kr. Ljósmynd/Fako.is
Stílhreint handgert kanínuskraut sem passar inn í hvaða rými sem …
Stílhreint handgert kanínuskraut sem passar inn í hvaða rými sem er! Fæst hjá Fangaverki og kostar 3.500 kr. Ljósmynd/Fangaverk.is
Blómaservíettur klikka ekki um páskana! Þessar eru frá Marimekko, en …
Blómaservíettur klikka ekki um páskana! Þessar eru frá Marimekko, en þær fást hjá Epal og kosta 850 kr. Ljósmynd/Epal.is
Skreyttu borðið eða kökuna með fallegum súkkulaðieggjum! Þessi eru frá …
Skreyttu borðið eða kökuna með fallegum súkkulaðieggjum! Þessi eru frá Nicolas Vahé, en þau fást hjá Fakó og kosta 1.835 kr. Ljósmynd/Fako.is
Það er hægt að búa til allskyns skemmtilegt skraut á …
Það er hægt að búa til allskyns skemmtilegt skraut á borðið með tauservíettum. Þessar eru fagurgular úr hörefni, en þær fást í Iittala-búðinni og kosta 2.695 kr. Ljósmynd/Ibudin.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda