Högni seldi lúxusíbúð á 135 milljónir og keypti aðra íbúð í sama húsi

Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir eiga von á barni.
Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir eiga von á barni. mbl.is/Árni Sæberg

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson seldi íbúð sína við Kolagötu í Reykjavík 29. janúar á þessu ári. Um er að ræða 125,4 fm íbúð í einni af blokkunum við Hafnartorg sem reist var árið 2018. Íbúðin er á þriðju hæð. Á sama tíma keypti hann aðra íbúð í sama húsi. 

Aukin lofthæð er í íbúðinni og stórir gluggar. Stofa og eldhús eru í sama rými og er eldhúsið frekar óeldhúslegt með ljósum innréttingum með hvítri Meganite-borðplötu. 

Richard Neil Palu keypti íbúðina af Högna og greiddi fyrir hana 135.000.000 kr. 

Högni bjó áður í 62 fm íbúð við Bergstaðastræti 40 í miðbæ Reykjavíkur en hann setti íbúðina á sölu árið 2021 eða um svipað leyti og hann festi kaup á íbúðinni á Hafnartorgi. Hún seldist á 40.200.000 kr. 

Nú hefur Högni fest kaup á annarri íbúð við Kolagötu 3. Nýja íbúðin er 124,6 fm að stærð og greiddi hann 131.000.000 kr. fyrir íbúðina. Nýja íbúðin er á fimmtu hæð meðan sú sem hann átti var á þriðju hæð. Það má því segja að tónlistarmaðurinn sé á hraðri uppleið. Auk þess á hann og unnusta hans, Snæfríður Ingvarsdóttir leikkona, von á barni. 

Smartland óskar Högna til hamingju með nýju íbúðina og söluna á þeirri gömlu! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda