Vala og Ásgeir selja ofursmart sveitasetur í Mosfellsdal

Björgvin Snæbjörnsson arkitekt teiknaði innréttingarnar.
Björgvin Snæbjörnsson arkitekt teiknaði innréttingarnar. Ljósmynd/Kári Sverriss

Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og Ásgeir Ragnarsson lögmaður á lögmannstofunni BBA//Fjeldco hafa sett einbýlishús sitt í Mosfellsdal á sölu. Í raun er húsið meira eins og nýmóðins sveitasetur eða búgarður, það vantar bara hesta og kýr. Húsið stendur á tæplega hektara eignarlandi og býður upp á mikla möguleika.

Í húsinu eru átta herbergi og fjögur baðherbergi, heitur pottur og kaldur pottur. 

Húsið var byggt 2021 og er 283 fm að stærð.

Björgvin Snæbjörnsson arkitekt hjá Apparat hannaði innréttingar í húsið. Í eldhúsinu eru grænar sprautulakkaðar innréttingar með eikarköntum. Eyjan er líka úr eik sem fer vel við stílinn á húsinu. Granítborðplötur eru í eldhúsinu og eru munstaðar flísar á veggjum í kringum glugga. Eldhúsinnréttingin var sérsmíðuð í Tréborg. 

Í eldhúsinu eru aðallega neðri skápar og stór og voldug …
Í eldhúsinu eru aðallega neðri skápar og stór og voldug eyja. Ljósmynd/Kári Sverriss
Fyrir framan eldhúsið er borðstofa með stóru borðstofuborði.
Fyrir framan eldhúsið er borðstofa með stóru borðstofuborði. Ljósmynd/Kári Sverriss

Eldhús, stofa og borðstofa eru á sömu hæð en hægt er að loka eldhúsið af með glerjuðum hurðum. Á gólfunum er vandað eikarparket frá Ebson sem setur svip sinn á húsið og svo eru viðarklæddir veggir bæsaðir ljósgráir. 

Á baðherbergjum eru veggflísar frá Vídd og gólfflísar frá Flísabúðinni. Frístandandi vaskar úr náttúrusteini prýða baðherbergin og setja svip á þau. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Helgadalsvegur 8

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Helgadalsvegur 8

Fæturnir á eyjunni búa yfir fallegri áferð og útskurðurinn er …
Fæturnir á eyjunni búa yfir fallegri áferð og útskurðurinn er heillandi. Ljósmynd/Kári Sverriss
Horft inn í eldhús úr borðstofunni.
Horft inn í eldhús úr borðstofunni. Ljósmynd/Kári Sverriss
Hægt er að loka eldhúsið af með glerjuðum rennihurðum.
Hægt er að loka eldhúsið af með glerjuðum rennihurðum. Ljósmynd/Kári Sverriss
Ljósmynd/Kári Sverriss
Úr stofunni er útgengi út á stóra verönd.
Úr stofunni er útgengi út á stóra verönd. Ljósmynd/Kári Sverriss
Risastórar flísar prýða baðherbergið en þær fara vel við vaskana …
Risastórar flísar prýða baðherbergið en þær fara vel við vaskana sem eru úr náttúrusteini. Ljósmynd/Kári Sverriss
Á neðri hæðinni eru munstraðar flísar á gólfinu en grænbláar …
Á neðri hæðinni eru munstraðar flísar á gólfinu en grænbláar flísar á veggjunum. Ljósmynd/Kári Sverriss
Þetta baðherbergi er á efri hæðinni. Það er með frístandandi …
Þetta baðherbergi er á efri hæðinni. Það er með frístandandi baðkari. Ljósmynd/Kári Sverriss
Það er hægt að horfa upp í stjörnubjartan himinn úr …
Það er hægt að horfa upp í stjörnubjartan himinn úr baðkarinu. Ljósmynd/Kári Sverriss
Veggirnir eru klæddir með við og bæsaðir.
Veggirnir eru klæddir með við og bæsaðir. Ljósmynd/Kári Sverriss
Horft úr forstofunni inn í eldhús.
Horft úr forstofunni inn í eldhús. Ljósmynd/Kári Sverriss
Hjónaherbergið á efri hæðinni er undir súð.
Hjónaherbergið á efri hæðinni er undir súð. Ljósmynd/Kári Sverriss
Í húsinu eru átta herbergi. Hér má sjá eitt þeirra.
Í húsinu eru átta herbergi. Hér má sjá eitt þeirra. Ljósmynd/Kári Sverriss
Á efri hæðinni er notalegt sjónvarpsrými.
Á efri hæðinni er notalegt sjónvarpsrými. Ljósmynd/Kári Sverriss
Húsið stendur á rólegum stað í Mosfellsdalnum.
Húsið stendur á rólegum stað í Mosfellsdalnum. Ljósmynd/Kári Sverriss
Í kringum húsið er stór verönd með skjólveggjum og brjóthleðslum.
Í kringum húsið er stór verönd með skjólveggjum og brjóthleðslum. Ljósmynd/Kári Sverriss
Heitur pottur og kaldur pottur eru á sínum stað á …
Heitur pottur og kaldur pottur eru á sínum stað á veröndinni. Ljósmynd/Kári Sverriss
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda