Guðbjörg seldi 230 milljóna lúxusíbúð við Hafnartorg

Guðbjörg Sigurðardóttir kvikmyndaframleiðandi hefur selt lúxusíbúð sína við Reykjastræti 5.
Guðbjörg Sigurðardóttir kvikmyndaframleiðandi hefur selt lúxusíbúð sína við Reykjastræti 5. Samsett mynd

Guðbjörg Sig­urðardótt­ir kvik­mynda­fram­leiðandi hef­ur selt íbúð sína við Reykja­stræti 5 í Reykja­vík.

Um er að ræða 148,7 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 2019. Guðbjörg greiddi 207.000.000 kr. fyr­ir íbúðina þegar hún keypti hana 11. mars 2022.

Nú hef­ur hún selt íbúðina á 230.000.000 kr. Kaup­end­urn­ir eru Árni Arn­ar­son og Her­dís Karls­dótt­ir. 

„Lyfta opn­ast beint inn í íbúðina. Þrjú svefn­her­bergi og þrjú baðher­bergi eru í íbúðinni. Her­berg­in skipt­ast í tvær svít­ur með baðher­bergi inn af og þriðja her­bergið sem mætti nota sem skrif­stofu­her­bergi. Þriðja baðher­bergið er gestasnyrt­ing. Stof­an er opin í gegn­um íbúðina miðja með eld­húsi og borðstofu í hinn end­ann,“ sagði í fast­eigna­aug­lýs­ingu á fast­eigna­vef mbl.is þegar íbúðin var sett á sölu.

„Tvær sval­ir eru í sitt­hvor­um end­an­um í íbúðinni! Aðrar sval­irn­ar úr stof­unni snúa út í sér garð fyr­ir íbúa og hinar sval­irn­ar eru út frá eld­húsi/​borðstofu með út­sýni að Hörp­unni og einnig að Hall­gríms­kirkju. Tvö sér­merkt bíla­stæði eru í sér bíla­kjall­ara fyr­ir húsið sem er inn­an­gengt í og úr húsi.“

Árni Arn­ar­son og Her­dís Karls­dótt­ir reka fyr­ir­tækið Vinnu­föt ehf. Þau bjuggu áður við Kola­götu 3 en seldu íbúðina á dög­un­um. Kaup­andi íbúðar­inn­ar er tón­list­armaður­inn Högni Eg­ils­son en hann greiddi 131.000.000 kr. fyr­ir íbúðina.

Smart­land ósk­ar Árna og Her­dísi til ham­ingju með íbúðina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda