Dreymir þig um að búa á perlu Eyjafjarðar?

Eignin stendur á fallegum stað á sunnanverðri eyjunni.
Eignin stendur á fallegum stað á sunnanverðri eyjunni. Samsett mynd

Hrísey er oft kölluð perla Eyjafjarðar enda þekkt fyrir fallega náttúru og stórkostlegt útsýni. Eyjan liggur við norðurhluta Íslands nærri Dalvík, en hún er átta ferkílómetrar að stærð og er önnur stærsta eyjan við Ísland.

Í Hrísey er að finna sjarmerandi sjávarþorp með um 160 íbúum, en í um 10 mínútna göngufjarlægð frá þorpinu á sunnanverðri eyjunni stendur heillandi einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er 121 fm að stærð og var reist árið 1940.

Húsið er afar sjarmerandi með snyrtilegum sólpalli og heitum potti.
Húsið er afar sjarmerandi með snyrtilegum sólpalli og heitum potti. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Útsýnið frá húsinu er stórkostlegt.
Útsýnið frá húsinu er stórkostlegt. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Ró og sjarmi í Eyjafirði

Frá húsinu er stórbrotið útsýni um Eyjafjörðin til sjávar og fjalla sem líkist helst málverki. Aðkoman að húsinu er afar snyrtileg með fallegum gróðri, en fyrir framan húsið má sjá skjólgóðan pall með heitum potti og notalegri aðstöðu. 

Aðalinngangur hússins er á efri hæðinni, en þar er gengið inn í forstofu með kókosteppi á gólfi. Eldhús og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými með góðum gluggum, en í stofunni hangir hið undurfagra PH-5 ljós sem var hannað árið 1958 af Poul Henningsen. Þá er útsýnið frá rýminu einstakt. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Austurvegur 43

Í eldhúsinu er snyrtileg hvít innrétting.
Í eldhúsinu er snyrtileg hvít innrétting. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Í borðstofunni má sjá sannkallaða hönnunarklassík.
Í borðstofunni má sjá sannkallaða hönnunarklassík. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Ásett verð er 48.000.000 kr.
Ásett verð er 48.000.000 kr. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda