Guðdómlegt eldhús með ítölskum marmara í 101 Reykjavík

Guðdómlegt eldhús með ítölskum marmara prýðir íbúðina.
Guðdómlegt eldhús með ítölskum marmara prýðir íbúðina. Samsett mynd

Við Mýrargötu í Reykjavík er að finna 66 fm endaíbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2014. Ljósir og mjúkir litir eru í forgrunni í íbúðinni sem er með gólfsíðum gluggum og guðdómlegu eldhúsi sem fangar augað. 

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu alrými. Eldhúsið er nýlega uppgert með stílhreinni hvítri innréttingu og glæsilegum ítölskum marmara á eldhúseyju og eldhúsvegg. 

Gott skápa- og vinnupláss er í rýminu, en marmarinn gefur því án efa mikið lúxusyfirbragð og setur punktinn yfir i-ið ásamt sjarmerandi innbyggðri lýsingu í eldhúshillum. Þá má sjá tvöfaldan postulínsvask og falleg gyllt blöndunartæki frá Lusso sem eru í stíl við höldurnar á innréttingunni.

Í eldhúsinu er tignarleg eldhúseyja með guðdómlegum ítölskum marmara.
Í eldhúsinu er tignarleg eldhúseyja með guðdómlegum ítölskum marmara. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Falleg lýsing gerir mikið fyrir hillurnar í eldhúsinu.
Falleg lýsing gerir mikið fyrir hillurnar í eldhúsinu. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Marmari og gyllt blöndunartæki setja punktinn yfir i-ið

Sami lúxusfílingur teygir sig einnig inn á baðherbergið sem er flísalagt með marmaraflísum á gólfi og veggjum. Hvít innrétting prýðir rýmið ásamt stílhreinum gylltum blöndunartækjum frá Lusso. 

Í stofu eru gólfsíðir gluggar og stór rennihurð út á svalir þar sem sjarmerandi aðstöðu hefur verið komið fyrir. Ásett verð er 69.900.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Mýrargata 26

Frá alrýminu er útgengt á notalegar svalir.
Frá alrýminu er útgengt á notalegar svalir. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál