Ási selur draumaíbúð með leyniherbergi sem sumir þrá

Ásgrímur Geir Logason hefur sett íbúðina á sölu.
Ásgrímur Geir Logason hefur sett íbúðina á sölu. Ljósmynd/Aðsend

Ásgrímur Geir Logason, leikari, hlaðvarpsstjarna og verðandi hársnyrtir, hefur sett íbúð sína við Sunnusmára í Kópavogi á sölu. Ásgrímur, eða Ási eins og hann er kallaður, hélt úti hlaðvarpinu Betri helmingurinn en þar ræddi hann við pör um ástina og lífið. Hlaðvarpið er reyndar ekki hætt, bara í smá pásu því í haust ákvað hann að breyta til og skráði sig í hársnyrtinám sem hann stundar af kappi. 

Íbúðin hans Ása er 113 fm að stærð og er í blokk sem reist var 2018. Eldhús og stofa renna saman í eitt og eru saman í opnu rými. Innréttingin er úr tveimur efniviðum. Annars vegar er hún hvít sprautulökkuð og hins vegar úr við. Innbyggður ísskápur er í innréttingunni og innbyggð uppþvottavél. Hvítar borðplötur prýða eldhúsið. 

Heimili Ása er hlýlegt og búið fallegum húsgögnum. Út af stofunni eru svalir sem snúa í hásuður. Tvö barnaherbergi eru í íbúðinni og hjónaherbergi, eitt baðherbergi og svo er eitt leyniherbergi eða þvottahús sem fólk, sem býr í blokkum, lítur á sem mikil þægindi. 

Af fasteignavef mbl.is: Sunnusmári 24

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda