Sigurður Gísli keypti þriðju lúxusíbúðina í sömu blokk

Fjárfestirinn Sigurður Gísli Pálmason hefur fest kaup á 173,8 fm íbúð í Skuggahverfinu í Reykjavík. Um er að ræða íbúð á níundu hæð með fallegu útsýni. Hún er við Vatnsstíg sem er eftirsóttur búsetustaður hinna efnameiri. Hann greiddi 258.000.000 kr. fyrir íbúðina. 

Sigurður Gísli keypti íbúðina af félaginu Miðhraun ehf. sem er í eigu Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur. Ólafur og Ingibjörg hafa verið umsvifamikil í íslensku viðskiptalífi og eiga til dæmis stærsta hlutinn í skipafélaginu Samskip. Hjónin eru með lögheimili í Sviss. 

Íbúð Ingibjargar og Ólafs var ekki auglýst til sölu.

Sigurður Gísli býr hinsvegar í sama húsi en hann festi kaup á 269,4 fm íbúð í blokkinni árið 2013. Nú á hann sem sagt þrjár íbúðir í sömu blokk og er sonur hans, rapparinn Gísli Pálmi, fluttur í blokkina ,en hann hefur gert það gott í tónlistarheiminum þar sem hann rappar um líf unga fólksins. 31. október festi hann kaup á 144 fm íbúð og greiddi fyrir hana 114.900.000 kr. Á hálfu ári hefur Sigurður Gísli varið rúmlega 372 milljónum í íbúðir á besta stað í bænum að mati þeirra sem vilja geta labbað í Þjóðleikhúsið. 

Það er stórborgarbragur á blokkunum við Vatnsstíg.
Það er stórborgarbragur á blokkunum við Vatnsstíg.

Þeir feðgar búa þó ekki tveir í þessari glæsiblokk. Þar á Björg Bergsveinsdóttir fjárfestir og eiginkona Eggerts Þórs Dagbjartssonar tvær íbúðir. Eina 136,5 fm íbúð og svo aðra sem er langdýrasta íbúðin í húsinu.

Vinstra megin má sjá stigann upp í íbúð Coco Chanel …
Vinstra megin má sjá stigann upp í íbúð Coco Chanel í París en til hægri má sjá hönnun Björns Skaftasonar en hann hannaði þakíbúð Bjargar sem er við Vatnsstíg. Samsett mynd

Um er að ræða 312,6 fm þakíbúð sem hönnuð var af Birni Skaftasyni arkitekt. Sjaldséður íburður prýðir íbúðina eins og speglastigi sem er í anda fatahönnuðarins Coco Chanel. Þegar gengið er upp í íbúð Chanel, við 31 Rue Cam­bon í París, blasir stiginn við en hann skapar hughrif hjá þeim sem heimsækja íbúðina. 

Hér má sjá stigann sem gengur upp í íbúð Coco …
Hér má sjá stigann sem gengur upp í íbúð Coco Chanel á 31 Rue Cambon í París.

Ef tekið er mið af því að Sigurður Gísli eigi nú þrjár íbúðir í blokkinni og Björg tvær, má spyrja sig að því hvort það renni demantavatn í krönum Vatnsstígsins eða hvort það sé einhver leynd dýrð á þessum draumastað sem fólkið í landinu er að snarmissa af. Þegar stórt er spurt er fátt um svör eins og einhver sagði! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda