Hvers vegna á að fjárfesta í hönnun?

Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi Fólk, Erik Rimmer ritstjóri Bo Bedre …
Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi Fólk, Erik Rimmer ritstjóri Bo Bedre og Sigga Heimis hönnunarstjóri verða í Landsbankanum í dag klukkan 16.30. Samsett mynd

HönnunarMars stendur sem hæst um alla borg en hátíðin var opnuð formlega á miðvikudaginn. Á HönnunarMars sýna hönnuðir afurðir sínar og kynna hugvit sitt fyrir landsmönnum. Það þýðir þó ekki að hanna eitthvað stórkostlegt ef enginn kaupir hönnunina. Í dag verða peningar og hönnun til umfjöllun í Landsbankanum þar sem reynslumiklir einstaklingar úr heimi hönnunar og fjárfestinga verða með erindi.

Erik Rimmer, ritstjóri danska hönnunartímaritsins BO BEDRE, er heiðursgestur viðburðarins en með erindi verða Ragna Sara Jónsdóttir stofnaði FÓLK, Martta Louekari samskiptastjóri hjá JUNI, Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, verkefnastjóri í sjálfbærnimálum Krónunnar og Sigga Heimis hönnunarstjóri. 

Á viðburðinum verður fjallað um tækifærin sem felast í að fjárfesta í hönnun og mikilvægi þess. Hvers vegna á að fjárfesta í hönnun og hvernig fara hönnuðir að því að sækja sér fjármagn? 

Eftir erindin verða panelumræður. Maria Porro, forseti ítölsku hönnunarvikunnar Salone del Mobile, Marta Hermannsdóttir fjárfestingastjóri hjá Eyri, Erik Rimmer, Ragna Sara Jónsdóttir hjá Fólk og Martta Louekari samskiptastjóri hjá JUNI taka þátt í umræðunum. 

Sætaframboð er takmarkað og skráning nauðsynleg. Tryggðu þér sæti hér.

Viðburðurinn er í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans.
Viðburðurinn er í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda