Þetta er blóm ársins 2024

Garðyrkjusérfræðingar hafa valið blóm ársins 2024!
Garðyrkjusérfræðingar hafa valið blóm ársins 2024! Samsett mynd

Nú þegar sumarið er formlega hafið styttist í að litagleðin aukist í görðum og á heimilum landsmanna með fallegum sumarblómum. Rétt eins og með hönnun og tísku þá sveiflast vinsældir blómategunda frá ári til árs, en nú hafa garðyrkjusérfræðingar hjá 1-800-Flowers tilkynnt blóm ársins 2024. 

Bóndarósin er blóm ársins 2024 og spá garðyrkjusérfræðingar því að sú blómategund verði sú allra heitasta í ár. Bóndarósin er tignarleg og undurfögur og ber í flestum tilfellum stór blóm í hinum ýmsu litum. 

Hin undurfagra bóndarós hefur verið valin blóm ársins 2024.
Hin undurfagra bóndarós hefur verið valin blóm ársins 2024. Ljósmynd/Unsplash/Ellie Ellien

Þægileg í ræktun og langlíf

Blóm ársins er ekki bara vinsælt í görðum heldur einnig í blómavöndum til skreytinga innanhúss og í brúðarvöndum. Sú tegund bóndarósar sem er algengust í görðum hér á Íslandi kallast Paeonia officinalis á latínu, en plantan þykir þægileg í ræktun og er langlíf. 

Við valið á blómi ársins var bæði horft til fegurðar bóndarósarinnar en einnig til merkingar blómsins. Þá höfðu vinsældir blómsins sitt að segja, en þær hafa aukist mikið að undanförnu og hafa flestir leitað að upplýsingum um þessa blómategund á síðu garðyrkjusérfræðinganna hjá 1-800-Flowers.

Bóndarósin þykir þægileg og auðveld í ræktun.
Bóndarósin þykir þægileg og auðveld í ræktun. Ljósmynd/Unsplash/Anita Austvika
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda