Þóra Kristín Pálsdóttir hefur fest á glæsihúsi á Seltjarnarnesi. Þóra Kristín er gift Baldvini Þorsteinssyni aðaleiganda Öldu Seafood. Húsið var áður í eigu Haraldar Þórðarsonar forstjóra Skaga og Ragnhildar Ágústdóttur listamanns. Haraldur og Ragnhildur keyptu húsið 2015 og gerðu miklar endurbætur á því.
Húsið er 302 fm að stærð og var byggt 1976.
Selma Ágústsdóttir, innanhússarkitekt og systir Ragnhildar, hannaði húsið að innan en Davíð Pitt arkitekt hannaði stærri breytingar á húsinu. Breytingarnar á húsi tókust sérlega vel og er húsið einstaklega hlýlegt og fallegt.
Innréttingar voru sérsmíðaðar hjá Hegg en einnig allar klæðningar í húsinu en þær setja mikinn svip á heimilið.
Eldhúsinnréttingin var keypt hjá þýska innréttingamerkinu Poggenpohl og líka innréttingarnar í þvottahúsinu sem er reyndar svo vel skipulagt að fólk gæti fengið óvæntan áhuga á straujun og handþvotti, svo heillandi er þvottahúsið. Húsið við Selbraut er á pöllum og státar það af fjórum rúmgóðum svefnherbergjum. Í húsinu eru tvö baðherbergi og þar af eitt í hjónasvítu hússins.
Haraldur og Ragnhildur seldu húsið eftir að hafa fest kaup á stóru Manfreðshúsi í Arnarnesi.
Smartland óskar Þóru Kristínu til hamingju með nýja húsið!