Hjónin Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA og Jón Þór Eyþórsson framkvæmdastjóri hafa selt einbýlishús sitt við Tjarnarflöt í Garðabæ.
Húsið er 195 fm að stærð og var reist 1967. Hjónin gerðu húsið skemmtilega upp eins og fjallað var um á Smartlandi á dögunum.
Ásett verð var 179.000.000 kr. en nú hefur húsið verið selt á 169.500.000 kr. Nýr eigandi er fyrirtækið KAT ehf. en forráðamaður þess er Óskar Óskarsson. Það mun án efa fara vel um hann í húsinu enda smekklegt með eindæmum og vel staðsett ef fólk fílar Garðabæinn.
Smartland óskar Óskari til hamingju með nýja húsið!