Fagurkerar innréttuðu draumahúsið í Hafnarfirði

Rakel Rúnarsdóttir er mikill fagurkeri, en hún hefur undanfarin ár …
Rakel Rúnarsdóttir er mikill fagurkeri, en hún hefur undanfarin ár verið í heilmiklum framkvæmdum ásamt manninum sínum. Samsett mynd

Rekstr­ar­verk­fræðing­ur­inn Rakel Rún­ars­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar, Andri Ford, sjúkraþjálf­ari og kírópraktor, festu óvænt kaup á drauma­eign­inni sum­arið 2016. Á þeim tíma voru þau bú­sett í Bretlandi en stefndu að því að flytja heim á næstu árum. Þau ákváðu í gamni sínu að fara og skoða end­araðhús sem þau sáu til sölu í Hafnar­f­irði og kol­féllu fyr­ir því.

Ári síðar, eða sum­arið 2017, fluttu þau inn í húsið og settu sér fimm ára plan um að taka húsið í gegn frá a til ö. Í dag hafa þau komið sér vel fyr­ir í hús­inu ásamt börn­un­um sín­um þrem­ur, þeim Emil Pat­rik, Evelyn Ölbu og Ísaki Hinriki, og hafa lokið fram­kvæmd­un­um að mestu. Það sést lang­ar leiðir að í hús­inu búa mikl­ir fag­ur­ker­ar enda er út­kom­an afar glæsi­leg.

Útkoman er sannarlega glæsileg.
Útkom­an er sann­ar­lega glæsi­leg. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kaup­in á hús­inu virðast hafa verið skrifuð í ský­in enda ekki beint eign­in sem þau höfðu séð fyr­ir sér að yrði þeirra fyrsta eign. Ofan á það var þeim til­kynnt að eign­in væri seld þegar þau skoðuðu hana. „Við vor­um aðeins far­in að líta í kring­um okk­ur hér heima þegar Andri sá þetta hús á fast­eign­asíðunum fyr­ir til­vilj­un. Hann hafði leigt her­bergi í því á sín­um há­skóla­ár­um og hafði hugsað þá að hann væri al­veg til í að eiga húsið einn dag­inn. Það fór svo að við fór­um að skoða það, eig­in­lega í hálf­gerðu „flippi“ þar sem þetta var vissu­lega vel yfir „budgeti“ og ekki það sem við höfðum séð fyr­ir okk­ur sem fyrstu eign,“ út­skýr­ir Rakel.

Svo virðist sem kaupin hafi verið skrifuð í skýin.
Svo virðist sem kaup­in hafi verið skrifuð í ský­in. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Eft­ir að hafa skoðað húsið varð hins veg­ar ekki aft­ur snúið því Rakel og Andri kol­féllu fyr­ir því. „Fast­eigna­sal­inn sem var með eign­ina á sölu var í sum­ar­fríi þegar við óskuðum eft­ir skoðun svo það fór svo að maður sem var að leigja húsið á þess­um tíma sýndi okk­ur það. Hann sagði okk­ur í miðri skoðun að hann héldi að húsið væri selt, sem reynd­ist svo rétt, nema vænt­an­leg­ir kaup­end­ur voru enn í fjár­mögn­un­ar­ferli. Við vor­um svo staðráðin í að kaupa þetta hús að við hringd­um í fast­eigna­sal­ann dag­lega til að fá frétt­ir en hann sagði okk­ur að gleyma þessu húsi bara,“ seg­ir Rakel.

Rakel og Andri kolféllu fyrir eigninni.
Rakel og Andri kol­féllu fyr­ir eign­inni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Um það bil tveim­ur vik­um síðar, þegar Rakel og Andri voru heima með fimm daga gam­alt barn, hringdi fast­eigna­sal­inn svo óvænt í þau. „Hann til­kynnti okk­ur að selj­end­urn­ir væru til­bún­ir að selja okk­ur húsið ef við mynd­um mæta strax og bjóða upp­sett verð. Sem og við gerðum. Við leigðum það svo út í eitt ár á meðan við kláruðum dvöl okk­ar úti og flutt­um svo inn sum­arið 2017,“ seg­ir hún.

Fjölskyldan flutti inn í húsið árið 2017.
Fjöl­skyld­an flutti inn í húsið árið 2017. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Við átt­um eng­an pen­ing“

Húsið er end­araðhús í botn­langa og er rúm­ir 200 fm, en það stát­ar af fjór­um svefn­her­bergj­um og tveim­ur baðher­bergj­um. „Það sem heillaði okk­ur helst við húsið voru gólfsíðu glugg­arn­ir, birt­an, loft­hæðin, innra skipu­lagið og staðsetn­ing­in,“ seg­ir Rakel, en hún er fædd og upp­al­in í Hafnar­f­irði og seg­ir því ekk­ert annað hafa komið til greina en að festa ræt­ur þar.

„Andri var sem bet­ur fer til í það. Við enduðum í sama hverfi og ég ólst upp í svo börn­in okk­ar eru í sama skóla og ég var í sem er mjög skemmti­legt. Staðsetn­ing­in er æðis­leg, rétt hjá hverf­is­skól­an­um, leik­skóla og stutt fyr­ir okk­ur að labba niður í miðbæ Hafn­ar­fjarðar,“ seg­ir hún.

Rakel er fædd og uppalin í Hafnarfirði og því kom …
Rakel er fædd og upp­al­in í Hafnar­f­irði og því kom ekk­ert annað til greina en að kaupa eign þar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þegar fjöl­skyld­an flutti inn í húsið voru þau ný­flutt heim til Íslands eft­ir fimm ára dvöl er­lend­is þar sem þau voru til skipt­is í námi. „Við átt­um því eng­an pen­ing svo við sett­um okk­ur fimm ára plan um að gera húsið upp. Við byrjuðum á að gera upp íbúð sem var í bíl­skúrn­um, fór­um svo í allt ytri byrði húss­ins – glugga, hurðir, þakviðgerðir, múr­viðgerðir o.fl. Svo tók­um við bak­g­arðinn í gegn, jarðvegs­skipt­um, sett­um upp skjól­vegg og pall o.fl.,“ út­skýr­ir Rakel.

„Næst var komið að því skemmti­lega – við byrjuðum á að strípa efri hæð húss­ins þar sem barna­her­berg­in, sjón­varps­her­bergið og minna baðher­bergið eru. Við fjög­urra manna fjöl­skyld­an bjugg­um þá sam­an í einu her­bergi á neðri hæðinni í þrjá mánuði. Ári síðar tók­um við svo stærra baðher­bergi húss­ins í gegn og ári eft­ir það fór­um við svo í okk­ar stærstu fram­kvæmd­ir þegar við tók­um neðri hæðina í gegn, sem er aðalhæð húss­ins. Þar var allt hreinsað út, skipu­lagi breytt, skipt um lagn­ir, gólf­hiti lagður, nýtt gól­f­efni, hurðir, inn­rétt­ing­ar, arn­in­um breytt o.fl. Þess­ar fram­kvæmd­ir tóku um 4 mánuði,“ bæt­ir hún við.

Rakel og Andri byrjuðu á því að gera ytra byrði …
Rakel og Andri byrjuðu á því að gera ytra byrði húss­ins upp. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Síðustu ár hafa því sann­ar­lega verið viðburðarík hjá fjöl­skyld­unni og seg­ir Rakel þau hjón­in hafa lært mikið af ferl­inu. „Við erum orðnir al­gjör reynslu­bolt­ar í fram­kvæmd­um. Eins og all­ir vita sem hafa farið í gegn­um svona þá er þetta ógeðslega erfitt á köfl­um. Okk­ur finnst þetta samt svo skemmti­legt svo það hélt okk­ur gang­andi og við vær­um al­veg til í svona verk­efni aft­ur. Það kom sér vel að hafa gert þetta í mörg­um skref­um, en við erum búin að fara í gegn­um marga iðnaðar­menn og höf­um fundið þá bestu í brans­an­um sem við ríg­höld­um í. Í síðustu fram­kvæmd­inni ákváðum við að fá eitt fyr­ir­tæki í allt verkið í stað þess að vera að tengja sam­an marga iðnaðar­menn og við vor­um mjög ánægð með það,“ seg­ir hún.

Rakel og Andri eru orðnir miklir reynsluboltar þegar kemur að …
Rakel og Andri eru orðnir mikl­ir reynslu­bolt­ar þegar kem­ur að fram­kvæmd­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Við vor­um með ákveðna sýn áður en við fór­um af stað“

Rakel er óneit­an­lega mik­ill fag­ur­keri með ein­stakt auga fyr­ir fal­legri hönn­un sem hef­ur komið sér vel í fram­kvæmd­un­um síðustu ár. „Ég er mik­ill inn­an­hús­sperri og hef verið lengi. Ég les öll inn­an­húss­tíma­rit sem ég kemst í og eyði óhóf­leg­um tíma á Pin­t­erest og In­sta­gram að skoða hús og heim­ili. Við vor­um með ákveðna sýn áður en við fór­um af stað með verk­efnið og held að okk­ur hafi tek­ist nokkuð vel að halda í hana,“ seg­ir hún.

Rakel hef­ur valið inn á heim­ilið af mik­illi kost­gæfni og greini­legt að hvert smá­atriði er út­pælt. Fal­leg litap­all­etta flæðir í gegn­um eign­ina þar sem bæði efniviður, áferð og lit­ir úr nátt­úr­unni spila lyk­il­hlut­verk. Vegg­ir og loft eru máluð í ljós­grá­um/​beige-lit, en Rakel vildi fá lit sem væri það ljós og hlut­laus að hann væri næst­um því hvít­ur, en þó ekki hvít­ur. „Flís­arn­ar eru ljós­ar með grófri áferð og tók­um við þær extra stór­ar sem kem­ur rosa­lega vel út. Par­ketið okk­ar er eikarp­ar­ket sem var svo lakkað með möttu lakki. Við fór­um fram og til baka með hvort við ætt­um að fá okk­ur viðarp­ar­ket eða harðpar­ket, enda með fullt hús af börn­um og hund. Við enduðum í viðarp­ar­ket­inu og sjá­um alls ekki eft­ir því – ég held að það væri erfitt að fara til baka í harðpar­ketið,“ seg­ir hún.

Hundurinn á heimilinu virðist vera afar sáttur með val á …
Hund­ur­inn á heim­il­inu virðist vera afar sátt­ur með val á hús­gögn­um í stof­unni, enda er Rakel með sér­lega gott auga fyr­ir fal­legri hönn­un. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Í eld­húsi og á baðher­bergj­um urðu inn­rétt­ing­ar í dökk­bæsaðri eik fyr­ir val­inu ásamt hvít­um kvars­steini með dökk­um æðum frá Granítsmiðjunni. Á ar­in­hill­unni í stof­unni má svo sjá marm­ara í grá­brún­um lit sem fang­ar augað sam­stund­is.

„Hús­gögn­in okk­ar eru héðan og þaðan. Þegar við flutt­um til lands­ins árið 2017 tók­um við með okk­ur gám með hús­gögn­un­um okk­ar, en þar sem við höfðum áður búið í mjög litlu bresku húsi voru flest okk­ar hús­gögn í takt við það – lít­il og nett. Það var því al­veg kom­inn tími á að end­ur­nýja flest hús­gögn­in okk­ar sem við gerðum smátt og smátt eft­ir fram­kvæmd­irn­ar,“ seg­ir Rakel.

Eldhúsið er rúmgott með góðu skápa- og vinnuplássi.
Eld­húsið er rúm­gott með góðu skápa- og vinnuplássi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Áttu þér upp­á­haldsstað á heim­il­inu?

„Fag­ur­fræðilega séð er það ef­laust stof­an, við erum mjög ánægð með hvernig hún tókst til. En staður­inn sem er nota­leg­ast að vera á er klár­lega her­bergi 13 ára ung­lings­ins okk­ar. Þar söfn­umst við fjöl­skyld­an ansi oft sam­an og horf­um á sjón­varpið eða spjöll­um.“

Fallegur marmari grípur augað í stofunni.
Fal­leg­ur marmari gríp­ur augað í stof­unni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hvað er efst á óskalist­an­um þínum fyr­ir heim­ilið?

„Ætli nýir borðstofu­stól­ar séu ekki næst­ir á inn­kaupal­ist­an­um – ein­hverj­ir mjúk­ir og þægi­leg­ir þar sem nú­ver­andi stól­ar bjóða ekki upp á langa setu í einu. Svo dreym­ir mig líka um raf­magns­rúm, eins og allt miðaldra fólk.“

Stólar eru efst á óskalista Rakelar.
Stól­ar eru efst á óskalista Rakel­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Er eitt­hvað sem þú hefðir viljað gera öðru­vísi þegar þú lít­ur til baka?

„Við erum með mottó: „Do it once, do it well“. Með það að leiðarljósi höf­um við frek­ar beðið með hlut­ina og safnað okk­ur fyr­ir þeim í staðinn fyr­ir að gera eitt­hvað tíma­bundið sem er ódýr­ara. Í stærstu fram­kvæmd­un­um þegar pen­ing­arn­ir og þol­in­mæðin var að klár­ast þá voru al­veg ein­hverj­ar ákv­arðanir sem voru tekn­ar sem hefði mátt end­ur­skoða. En svona á heild­ina litið erum við mjög sátt með þetta, enda eydd­um við (ég) gríðarleg­um tíma í að hanna þetta, plana og skoða þá mögu­leika sem voru í boði.“

Rakel og Andri eru með gott mottó sem þau höfðu …
Rakel og Andri eru með gott mottó sem þau höfðu að leiðarljósi í fram­kvæmd­un­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hvað er fram und­an hjá ykk­ur?

„Við eig­um ennþá eft­ir að klára inn­keyrsl­una og fram­g­arðinn. Nenn­um því verk­efni tæp­ast í sum­ar svo lík­lega fær það að bíða til næsta árs.“

Á baðherberginu er afar notaleg stemning.
Á baðher­berg­inu er afar nota­leg stemn­ing. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda