Fjölmiðlapar selur 57,9 milljóna hæð í Reykjavík

Ásett verð er 57.900.000 krónur.
Ásett verð er 57.900.000 krónur. Samsett mynd

Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, fréttamaður á RÚV, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, hafa sett snotra hæð sína við Kirkjuteig í Reykjavík á sölu. 

Eignin er 67 fm og er á jarðhæð í snyrtilegu þríbýlishúsi sem reist var árið 1944. Hólmfríður Dagný og Arnar Þór hafa komið sér vel fyrir á hæðinni, en þar eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. 

Í stofunni er náttúruleg litapalletta í forgrunni og notalegt yfirbragð.
Í stofunni er náttúruleg litapalletta í forgrunni og notalegt yfirbragð. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

„Það er meira að segja kirkja handan götunnar“

Arnar Þór sagði frá sölunni í færslu á Facebook-síðu sinni, en þar segir hann að þau Hólmfríður hafi notið sín vel í húsinu síðustu sex ár.

„Hér er æðislega gott heimili til sölu, með stórum og sólríkum garði fyrir framan og aftan hús. Stutt í allt, það er meira að segja kirkja handan götunnar ef fólk þarf t.d. að skíra börn. Við Hólmfríður erum búin að njóta okkar vel hér síðustu sex ár, frábær fyrsta íbúð fyrir par eða litla fjölskyldu,“ skrifaði hann í færslunni, en þau eignuðust stúlku í febrúar árið 2023.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kirkjuteigur 15

Litagleðin skín í eldhúsinu sem er málað í glaðlegum appelsínugulum …
Litagleðin skín í eldhúsinu sem er málað í glaðlegum appelsínugulum lit. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál