Hjónin Inga Lóa Bjarnadóttir og Bergur Konráðsson kírópraktor hafa fest kaup á glæsihúsi við Dalakur í Garðabæ. Þau reka saman fyrirtækið Kírópraktorstöðina. Á dögunum settu þau einstakt heimili sitt í Garðabæ á sölu.
Nýja húsið er líka í Garðabænum, bara í öðru hverfi. Um er að ræða 285 fm einbýlishús sem byggt var 2008. Húsið er hannað af Sigurði Hallgrímssyni hjá Arkþing og allar innréttingar í húsið voru hannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt.
Í eldhúsinu er stór og myndarleg eldhúsinnrétting með stórri eyju og sérsmíðuðum háfi sem festur er í loftið og er hluti af innréttingu. Að hluta til er innréttingin úr bæsuðum við og er leðurmarmari á borðplötum.
Húsið er sérlega vel skipulagt. Í stofunni er arinn og útsýni út á Bessastaði.
Bergur og Inga Lóa greiddu 265.000.000 kr. fyrir húsið en þau keyptu húsið af Einari Einarssyni og Stefaníu Jörgensdóttur.
Smartland óskar Bergi og Ingu Lóu til hamingju með nýja húsið!