Erla Gerður Sveinsdóttir læknir og Geir Borg hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sunnuflöt á sölu. Um er að ræða 256 fé einbýli sem reist var 1968.
Erla Gerður sérhæfir sig í offitumeðferðum. Hún telur að Wegovy, sem er nýtt lyf við ofþyngd og offitu, geti hjálpað mörgum en hún sagði frá því í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum í viðtali við Ásdísi Ásgeirsdóttur.
„Og miklu fleiri eru í ofþyngd. Við lifum í þjóðfélagi sem er offituhvetjandi. Við erum að rugla kerfin okkar svo mikið og þetta snýst ekkert um kaloríur inn og út; þetta er miklu flóknara en það. Við þurfum að horfa á þetta sem verkefni samfélagsins. Stóra ógnin núna er þessi gjörunni matur,“ segir Erla og segir slíkan mat hannaðan þannig að okkur langi alltaf í meira og meira.
„Þetta er passleg blanda af sykri, salti og fitu. Þá er flugeldasýning og við förum að innbyrða miklu meiri orku og minna af næringu,“ segir Erla og segir löngu tímabært að grípa inn í nú þegar þjóðin trónir í einu af toppsætunum yfir þyngstu þjóðir heims.
Hjónin festu kaup á húsinu árið 2000 en það stendur á skjólgóðum stað fyrir ofan götu. Búið er að nostra við húsið. Fyrir tveimur árum var það klætt að utan með zink-klæðningu og þak yfirfarið. Stórir gluggar prýða húsið sem hleypa mikilli birtu inn.
Árið 2007 skiptu hjónin um innréttingu í eldhúsinu og fengu sér hvíta sprautulakkaða með gripum og dökkum borðplötum.