Verðlaunahús auglýst til sölu á 289 milljónir

Við Laxalind í Kópavogi er að finna afar fallega hannað sex svefnherbergja einbýlishús sem hannað var af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt. Hann teiknaði húsið fyrir sig og fjölskyldu sína og hlaut það hönnunarverðlaun Kópavogs 2004. Húsið er 307 fm að stærð og var reist árið 2000. 

Tvær stórar stofur eru á efstu hæð hússins og er arinn í annarri þeirra. Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í húsið. Í húsinu eru innréttingar, hurðir og gluggar úr mahogny við og er þetta allt olíuborið. Gólfin eru klædd með rauðri eik og ítölskum kalksteini. 

„Ljós gólf skapa mótvægi við dökkan viðinn og fáguð og látlaus efni gefa húsinu heildarsvip og yfirbragð sem eldist vel. Meðvitað var reynt að forðast tímabundnar tískusveiflur í allri hönnun. Mikil vinna var lögð í öll smáatriði í húsinu, allir gluggapóstar og hurðakarmar eru klæddir af, rúllugardínur faldar í loftum og loft slitin frá veggjum,“ segir í auglýsingu á fasteignavef mbl.is. 
 
Stigar á milli hæða eru vel hannaðir og rúmir og tengja hæðirnar vel saman. Stigarnir eru allir með ítölskum kalksteini. Fjallað var ítarlega um húsið í bókinni Einbýlishús (e. Modern Icelandic Houses) sem gefin var út af Nennu 2006. Elsa Ævarsdóttir arkitekt ritstýrði bókinni en Halla Bára Gestsdóttir, innanhússhönnuður og húsahvíslari, og Gunnar Sverrisson ljósmyndari voru aðstoðarritstjórar bókarinnar. Þau tvö síðarnefndu hafa gefið út fjölmargar bækur um íslensk heimili síðustu tvo áratugi. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Laxalind 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál