Sara Oddsdóttir selur 185 milljóna einbýli á Flötunum

Sara Oddsdóttir ráðgjafi og markþjálfi rekur vefinn saraodds.is.
Sara Oddsdóttir ráðgjafi og markþjálfi rekur vefinn saraodds.is. mbl.is/Árni Sæberg

Sara Oddsdóttir ráðgjafi og markþjálfi hefur sett eigulegt einbýlishús sitt við Móaflöt í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 210 fm einbýli sem reist var 1967. Húsið er klætt með flísum að utan og er á einni hæð. 

Í eldhúsinu er nýleg innrétting með háglansandi hurðum. Granítsteinn er á borðplötum og eru munstraðar flísar á veggjunum. Eyja er í eldhúsinu sem hægt er að sitja við.

Eldhúsið er tengt borðstofu sem flæðir inn í stofu.

Það er margt að gerast á heimilinu, mikið af húsgögnum og skrautmunum með sögu sem hitta látlausari hluti og er heildarmyndin skemmtileg. 

Á baðherbergjum eru gamlar viðarkommóður notaðar sem baðskápar og passa ágætlega með nýmóðins flísum, vöskum og blöndunartækjum. 

Eitt mest spennandi rýmið í húsinu er garðskálinn sem prýddur er með ljósum húsgögnum í frönskum sveitastíl. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Móaflöt 12

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál