Einstakt sumarhús með glæsilegu útsýni og heitri laug

Sumarhúsið er fallega hannað bæði að innan og utan.
Sumarhúsið er fallega hannað bæði að innan og utan. Samsett mynd

Í Grímsnes- og Grafningshreppi er að finna glæsilegt sumarhús sem stendur á 9.092 fm eignarlóð með fallegu útsýni yfir Úlfljótsvatn. Húsið var reist árið 2021 og er afar sjarmerandi bæði að innan og utan, en það er klætt að utan með lerkiklæðningu og torfi á þaki sem fellur vel að landslaginu í kring.

Sumarhúsið telur 68 fm og samanstendur af anddyri, eldhúsi, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Stórir gluggar og mikil lofthæð einkenna eignina og gefa henni mikinn glæsibrag, en að innan er húsið klætt með viðarþiljum sem skapa hina eftirsóknarverðu sumarbústaðastemningu sem marga dreymir um.

Húsið stendur á fallegum stað með útsýni yfir Úlfljótsvatn.
Húsið stendur á fallegum stað með útsýni yfir Úlfljótsvatn. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Við húsið er sjarmerandi heit laug.
Við húsið er sjarmerandi heit laug. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Sjarmerandi og stílhreinar innréttingar

Rými hússins eru björt og opin og hafa verið innréttuð á sjarmerandi máta. Eldhús og stofa eru samliggjandi í einu rými, en þar má sjá fallega eldhúsinnréttingu og heillandi arinn í stofunni. Þá er svefnherbergisrýmið hið glæsilegasta með stórkostlegu útsýni, en frístandandi baðkar setur án efa punktinn yfir i-ið í rýminu. 

Óskað er eftir tilboði í sumarhúsið, en fram kemur að fasteignamatið sé 34.750.000 krónur og brunabótamatið 62.450.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Brekkur 15

Eldhúsinnréttingin er afar stílhrein og fögur.
Eldhúsinnréttingin er afar stílhrein og fögur. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Útsýnið frá baðkarinu er ekki af verri gerðinni!
Útsýnið frá baðkarinu er ekki af verri gerðinni! Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál