Daði Laxdal keypti húsið af Jóni Jóns og Hafdísi

Daði Laxdal Gautason hefur fest kaup á húsi við Lindarbraut …
Daði Laxdal Gautason hefur fest kaup á húsi við Lindarbraut á Seltjarnarnesi. Samsett mynd

Daði Laxdal Gautason fyrrverandi handboltamaður og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Sisu Group hefur fest kaup á einbýlishúsi, Jóns Ragnars Jónssonar tónlistarmanns og hagfræðings, og Hafdísar Bjarkar Jónsdóttur tannlæknis. Daði er skráður fyrir 77,5% hlut en móðir hans, Hildigunnur Hilmarsdóttir, með 22,5% hlut. 

Um er að ræða 231,5 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er afar fallega innréttað og hefur verið vel við haldið. Húsið stend­ur á 807 fm eign­ar­lóð og er glæsi­leg ver­önd í kring­um húsið með skjól­veggj­um, heit­um potti og góðri grillaðstöðu. Í garðinum er niðurgrafið trampólín og leik­tæki og hellu­lagt körfu­boltapl­an.

Húsið er við Lindarbraut 19 á Seltjarnarnesi.
Húsið er við Lindarbraut 19 á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Gegn­heilt tré­verk prýðir vegg­ina að hluta til og gef­ur hús­inu ein­stakt yf­ir­bragð. Flís­ar á neðri hæð eru kon­ung­leg­ar á að líta með litl­um svört­um tígl­um sem skap­ar fal­lega heild.

Smartland óskar Daða og Hildigunni til hamingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál