Andrea Róberts keypti Dallas-hús í Garðabænum

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, hefur mikla hæfileika á hönnunarsviðinu og …
Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, hefur mikla hæfileika á hönnunarsviðinu og á án efa eftir að breyta Dallas-höllinni að sínum smekk. Samsett mynd

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, og Jón Þór Eyþórsson framkvæmdastjóri eru framkvæmdaglöð með eindæmum. Nú hafa þau fest kaup á 242 fm einbýlishúsi við Dalsbyggð í Garðabæ. Húsið var byggt 1978 og hefur haldið sér í anda þess tíma með upprunalegum innréttingum. 

Þegar húsið var auglýst til sölu var þar að finna eikar-innréttingar, hraunaða veggi og músteinsklædda veggi. Loft með bitum eins og var í tísku á þeim tíma sem Dallas var að byrja í sjónvarpinu en þættirnir hófu göngu sína sama ár og húsið var byggt. Eitt af baðherbergjunum í húsinu er með steyptu baðkari sem er flísalagt en slíkt þykir afar fínt enda sjaldgæft. 

Andrea hefur mikla hæfileika á innanhússsviðinu og hefur gert upp fjölmörg híbýli í gegnum tíðina með góðum árangri. Nú síðast gerði hún upp einbýlishús við Tjarnarflöt 9 í Garðabæ. 

Einbýlishúsið við Dalsbyggð var byggt 1978.
Einbýlishúsið við Dalsbyggð var byggt 1978.
Í eldhúsinu er innrétting með gegnheilum viðarhurðum.
Í eldhúsinu er innrétting með gegnheilum viðarhurðum.
Á baðherberginu er steypt baðkar sem er flísalagt.
Á baðherberginu er steypt baðkar sem er flísalagt.

Smartland óskar Andreu og Jóni Þór til hamingju með húsið! 

Innréttingin á baðherberginu er úr gegnheilum við. Tveir grænir vaskar …
Innréttingin á baðherberginu er úr gegnheilum við. Tveir grænir vaskar setja svip sinn á baðherbergið.
Fallegar leirflísar eru á gólfinu. Þær fara vel við bitana …
Fallegar leirflísar eru á gólfinu. Þær fara vel við bitana í loftinu.
Horft inn ganginn og upp í stofu.
Horft inn ganginn og upp í stofu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál