Birgir og Lísa selja 205 milljóna lúxushús

Birgir Jónsson og Lísa Ólafsdóttir.
Birgir Jónsson og Lísa Ólafsdóttir.

Smekkhjónin Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Play og trommari í Dimmu, og Lísa Ólafsdóttir eigandi Madison Ilmhúss hafa sett parhús sitt á sölu. Hjónin festu kaup á húsinu 2010 og hafa búið sér vel ilmandi ramma utan um sig og sína. Húsið var reist 2007 og er 230 fm að stærð.  

Húsið er á þremur hæðum og með innbyggðum bílskúr. Þetta er sannkallað fjölskylduhús en í húsinu eru sjö herbergi og fjögur baðherbergi. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði innréttingar í húsið að hluta til og kom að litavali á veggjum og fleira. Hún valdi til dæmis gráa litinn sem prýðir stofuna. Þar er arinn sem fellur vel inn í umhverfið en hann er í sama lit og aðrir veggir. Rut valdi líka rauðbrúna litinn í eldhúsinu sem fer vel við hnotu-innréttingarnar og kvartssteininn sem er á borðplötum eldhússins. Í eldhúsinu eru líka sprautulakkaðar innréttingar sem fara vel við annan efnivið. Allar innihurðar eru úr hnotu sem liggur lárétt. 

Rut Káradóttir valdi gráa litinn í stofunni sem er í …
Rut Káradóttir valdi gráa litinn í stofunni sem er í nákvæmlega sama litatón og sófinn. Arininn í horninu fellur inn í umhverfið en hann er málaður í sama lit.
Úr stofunni er gengið beint út í garð.
Úr stofunni er gengið beint út í garð.
Rauðbrúni liturinn í eldhúsinu fer vel við innréttingar úr hnotu.
Rauðbrúni liturinn í eldhúsinu fer vel við innréttingar úr hnotu.

Heimili Birgis og Lísu hefur að geyma falleg húsgögn og listaverk. Grár sófi prýðir stofuna og fer hann vel við Eames-stólinn sem kemur sér vel að eiga þegar slaka þarf á. Eitt er þó einkennandi fyrir heimilið og það er hvað það ilmar alltaf vel. Þegar gengið er inn um dyrnar má gjarnan finna lykt af BAOBAB ilmkertum sem fara með fólk í ferðalög til fjarlægra landa. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Hraunteigur 4

Hvítar sprautulakkaðar innréttingar mæta innréttingum úr hnotu í eldhúsinu.
Hvítar sprautulakkaðar innréttingar mæta innréttingum úr hnotu í eldhúsinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda