Skattakóngar seldu 385 milljóna glæsiíbúð

Íbúðin við Bryggjugötu 2 státar af mikilfenglegu útsýni út á …
Íbúðin við Bryggjugötu 2 státar af mikilfenglegu útsýni út á sjó og til fjalla.

Íbúðirnar við Bryggjugötu í Reykjavík eru eftirsóttar hjá elítu landsins. Á dögunum var ein slík íbúð auglýst til sölu við Bryggjugötu 2. Skattakóngarnir Ingibergur Þorgeirsson og Málfríður Baldvinsdóttir voru eigendur þessarar 195 fm lúxusíbúð sem er búin öllu því besta. Nú hefur íbúðin verið seld á 385.000.000 kr. Hjónin komust í fréttir 2022 þegar hann borgaði 3,1 milljarð í fjármagnstekjur en hjónin áttu fyrirtæki Nesfisk. 

Nýir eigendur eru hjónin Kristín Helgadóttir og John Daniel Binnie. Kaupin fóru fram 24. maí og er búið að afhenda íbúðina. 

Íbúðin við Bryggju­götu stát­ar af inn­rétt­ing­um úr am­er­ískri hnotu frá ít­alska hand­verks­hús­inu Gili Creati­ons en þær prýða eld­hús, baðher­bergi og fata­skápa. Í eld­hús­inu eru kvarts borðplöt­ur í kring­um vask en á eyj­unni í eld­hús­inu eru marm­araflís­ar. Í eld­hús­inu eru tæki af af vönduðustu gerð frá Miele og Liebherr. Spansuðuhellu­borð, vifta í hellu­borði, ofn, inn­byggð uppþvotta­vél, inn­byggður ís­skáp­ur, vask­ur og blönd­un­ar­tæki. Snjall­heim­ilis­kerfi er í íbúðinni sem ger­ir íbú­um kleift a stýra lýs­ingu heim­il­is­ins og hita­stigi.

Tvenn­ar sval­ir prýða íbúðina en í henni eru einnig tvö svefn­her­bergi en sérbaðher­bergi og er út­gengi út á sval­ir úr öðru her­berg­inu. 

Lyfta opn­ast beint inn í íbúðina, sem marg­ir telja hrein­ræktaðan lúx­us. Það mun því ekki væsa um Kristínu og Binnie í nýju íbúðinni. 

Smartland óskar þeim til hamingju! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál