Smart útsýnisíbúð í hjarta Hafnarfjarðar

Stórir gluggar prýða íbúðina.
Stórir gluggar prýða íbúðina. Ljósmynd/Anton Brink

Við Strandgötu í Hafnarfirði er að finna sérlega smekklega 100 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 1967. Um er að ræða þakíbúð með svölum í þrjár áttir og var húsið endurgert 2018. Úr íbúðinni er fallegt útsýni í allar áttir. 

Eldhúsið er opið inn í stofu með svartri innréttingu og eyju sem hefur að geyma helluborð og bakaraofn. Borðplatan á eyjunni er svört en á innréttingunni á móti er viðarborðplata.

Stórir gluggar prýða rýmið sem gerir það óvenju bart og skemmtilegt. Heimilið sjálft er búið fallegum og hlýlegum húsgögnum. Þar er til dæmis hringlaga borð sem brýtur upp rými á heillandi hátt. 

Hringlaga borð fer vel við dökkar innréttingar í eldhúsinu.
Hringlaga borð fer vel við dökkar innréttingar í eldhúsinu. Ljósmynd/Anton Brink
Í eldhúsinu er svört innrétting og viðarborðplötur prýða eldhúsið.
Í eldhúsinu er svört innrétting og viðarborðplötur prýða eldhúsið. Ljósmynd/Anton Brink

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Strandgata 31

Svartir veggir fara vel við viðarhúsgögn.
Svartir veggir fara vel við viðarhúsgögn. Ljósmynd/Anton Brink
Burkni í stórum blómapotti fegrar heimilið.
Burkni í stórum blómapotti fegrar heimilið. Ljósmynd/Anton Brink
Í stofunni er ljós sófi með grænum flauelspúðum.
Í stofunni er ljós sófi með grænum flauelspúðum. Ljósmynd/Anton Brink
Horft úr eldhúsinu inn í stofu.
Horft úr eldhúsinu inn í stofu. Ljósmynd/Anton Brink
Gólfin í íbúðinni eru flotuð.
Gólfin í íbúðinni eru flotuð. Ljósmynd/Anton Brink
Svalirnar gera mikið fyrir íbúðina.
Svalirnar gera mikið fyrir íbúðina. Ljósmynd/Anton Brink
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál