Keyptu höll Össurar heitins á undirverði

Sæbólsbraut 42 hefur verið selt.
Sæbólsbraut 42 hefur verið selt. Samsett mynd

Við Sæbólsbraut í Kópavogi stendur einstakt 478 fm einbýli sem reist var 1984. Húsið var auglýst til sölu í desember 2023 og var ásett verð 260.000.000 kr. Össur Kristinsson heitinn, stofnandi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, festi kaup á húsinu 1996 og fór í miklar endurbætur á húsinu. 

Húsið var teiknað af Kjart­ani Sveins­syni og stát­ar af fögru út­sýni yfir Foss­vogs­dal­inn. Húsið var end­ur­hannað og stækkað árið 2001 og samþykkti Kjart­an þær breyt­ing­ar. 

Húsið er sér­stakt fyr­ir marg­ar sak­ir en einn af helstu kost­um þess er að húsið er með 12,5 m langri inn­isund­laug sem er staðsett í kjall­ara húss­ins. Á sama stað er heit­ur pott­ur sem flísa­lagður er með blá­um mósaík­flís­um. Í hús­inu er heima­bíósal­ur og er til­greint í aug­lýs­ingu á fast­eigna­vef mbl.is að húsið hafi fengið reglu­legt viðhald. 

Nú hefur húsið verið selt. Kaupendur þess eru Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche, og Soffía Theódóra Tryggvadóttir, fjárfestingastjóri hjá Brunni. Þau greiddu 210.000.000 kr. fyrir húsið. 

Smartland óskar þeim til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál