Einstakt eldhús eftir Rut Kára lyftir húsi í Mosó upp í hæstu hæðir

Rut Káradóttir hannaði eldhúsið.
Rut Káradóttir hannaði eldhúsið.

Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði nýtt eldhús inn í 180 fm einbýli í Mosfellsbæ. Eldhúsið setur mikinn svip á húsið sem reist var 1977. 

Innréttingar eru úr dökkum við og eru hurðirnar með fræsuðum röndum sem liggja lóðrétt. Í eldhúsinu er tangi með hnausþykkri steinborðplötu sem hefur að geyma heillandi lýsingu. Í eldhúsinu er risastór tvöföl eldavél og stór háfur svo hægt sé að elda heilmikið magn af mat í einu. Við háfinn eru léttar hillur og svo er stöng undir sem hægt er að hengja eitthvað á eins og handklæði eða pönnur. 

Í húsinu fá ýmsir tískustraumar frá 1977 að njóta sín eins og hraunaðir veggir og bogadregið hurðarop. 

Heimilið er búið fallegum húsgögnum í mjúkum litum eins og tveimur svönum eftir Arne Jacobsen í ullarefni og Ethnicraft sófanum úr Tekk Company. Þar er líka Eames-stóll í svörtu leðri og ýmislegt fallegt sem prýðir og kitlar fegrunarskinið. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Byggðarholt 20

Bogadregnar línur í hurðaropi minna á byggingarár hússins.
Bogadregnar línur í hurðaropi minna á byggingarár hússins.
Eames-stóll kúrir á besta stað í stofu.
Eames-stóll kúrir á besta stað í stofu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál