Glæsihús Ármanns og Þórdísar komið á sölu

Þórdís Edwald og Ármann Þorvaldsson festu kaup á húsinu 2006 …
Þórdís Edwald og Ármann Þorvaldsson festu kaup á húsinu 2006 og fengu Davíð Pitt arkitekt til þess að hanna viðbyggingu og endurbætur á húsinu. Samsett mynd

Við Dyngjuveg 2 í Reykjavík er að finna 594 fm einbýlishús sem reist var 1950. Húsið var teiknað af Gísla Halldórssyni og var upphaflega 358 fm að stærð. Það var byggt fyrir hjónin Agnar Kofoed-Hansen og Björgu Kofoed Hansen en hann var flugmaður, flugmálastjóri og lögreglustjóri. 

Árið 2006 festu hjónin Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, og Þórdís Edwald kaup á húsinu. Húsið var fært yfir á hennar nafn þegar Þórdís fluttist til Íslands árið 2011 en hann varð eftir í Bretlandi og urðu skattgreiðendur í sitthvoru landinu. 

Þórdís og Ármann fengu Davíð Pitt arkitekt til þess að teikna stækkun hússins sem samþykkt var af Gísla Halldórssyni arkitekt hússins. Davíð hannaði bæði viðbyggingu og allar innréttingar í húsið. Allar innréttingar í húsinu eru frá Poggenpohl. 

„Skipt var um innfelda lýsingu í öllu húsinu og sett upp led-lýsing í stað halogen fyrir ca. 4 árum. Bílskúr yfirfarinn 2022/23, kuldabrú löguð. Ofnum bætt við og boruð loftgöt til að gefa betri öndun inn í rýmið. Árið 2023 var kjallari (undir upprunalega húsinu) tekinn í gegn, lagður þar gólfhiti og settar nýjar flísar og ný baðinnrétting. Settur nýr harðviður á báða sólpalla sumarið 2023. Húsið málað að utan fyrir ca. 5 árum og aftur ein umferð í maí 2024. Allir gluggar og rennihurðar yfirfarnar í maí 2024,“ segir í auglýsingu á fasteignavef mbl.is. 

Í húsinu er einstakt safn af klassískum húsögnum eftir hina ýmsu meistara hönnunarsviðsins eins og Arne Jacobsen og Hans J. Wegner svo einhverjir séu nefndir. Dropinn eftir þann fyrrnefnda fer vel í borðstofunni. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Dyngjuvegur 2

Í eldhúsinu eru innréttingar frá Poggenpohl og er marmari á …
Í eldhúsinu eru innréttingar frá Poggenpohl og er marmari á borðplötum.
Maura-barstólar eftir Arne Jacobsen fara vel í eldhúsinu.
Maura-barstólar eftir Arne Jacobsen fara vel í eldhúsinu.
Dropastóll Arne Jacobsen setur svip sinn á stofu og borðstofu.
Dropastóll Arne Jacobsen setur svip sinn á stofu og borðstofu.
Uxinn er hér í brúnu leðri. Stóllinn var hannaður af …
Uxinn er hér í brúnu leðri. Stóllinn var hannaður af Hans J. Wegner 1960.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál