Einar Hugi og Margrét selja 245 milljóna glæsihús

Samsett mynd

Við Rjúpnahæð í Garðabæ er að finna 259 fm einbýlishús sem reist var 2013. Arkitekt hússins er Kristinn Ragnarsson. Húsið stendur innst í götu og er með myndarlegu bílaplani fyrir utan. Eigendur hússins eru Einar Hugi Bjarnason, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, og Margrét Ása Þorsteinsdóttir sem starfar hjá Húðinni Skin Clinic. 

Húsið er á tveimur hæðum og er gott útsýni af efri hæðinni yfir Garðabæinn. Eldhús og stofa eru í sameiginlegu rými og eru sérsmíðaðar innréttingar í eldhúsinu. Þær eru frá GKS og er ljós steinn á borðplötum. Það sem gerir eldhúsið enn þá skemmtilegra er að það er stór rennihurð út á svalir og því er hægt að stækka eldhúsið umtalsvert á góðviðrisdögum. 

Hægt er að opna út á svalir úr eldhúsinu sem …
Hægt er að opna út á svalir úr eldhúsinu sem stækkar eldhúsið mikið á góðviðrisdögum.

Í eyjunni í eldhúsinu er bæði vaskur og helluborð og er hægt að sitja við eyjuna og pláss er fyrir fjóra barstóla. Í eldhúsinu eru tveir bakaraofnar, amerískur ísskápur og innbyggð uppþvottavél. 

Efri hæðin er máluð í nýtískulegum brúnbleikum lit sem fer ágætlega við hvítar sprautulakkaðar innréttingar. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Rjúpnahæð 15

Húsið er glæsilegt á velli og státar af stóru bílaplani.
Húsið er glæsilegt á velli og státar af stóru bílaplani.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál